Milos verður áfram í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 08:00 Milos Milojevic verður áfram þjálfari Víkings. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45