Körfubolti

Nýsjálendingar á sláturvertíð tóku Haka-dansinn í Síkinu í gær | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tindastóll vann Þór Akureyri, 94-82, í Dominos-deild karla í körfubolta í gær og komst þannig á sigurbraut eftir að tapa í fyrstu umferð. Nýliðarnir eru aftur á móti án sigurs eftir tvo leiki.

Stólarnir voru keyrðir í gang fyrir leik með flottri sýningu Haka-dansins sem er stríðsóp Máranna, en þetta gera öll nýsjálensk landslið fyrir keppni á alþjóðlegum vettvangi.

Sjá einnig:Risinn úr Bárðardal varði sniðskot Senegalans með látum | Myndband

Það voru Nýsjálendingar á sláturtíð sem sýndu Haka-dansinn í Síkinu í gær og tókst ágætlega til þó nokkrir óvanir hafi aðeins skellt upp úr í stúkunni.

Þetta skemmtilega atriði má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá nýsjálenska landsliðið í ruðningi framkvæma Haka á heimsmælikvarða fyrir úrslitaleik HM 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×