Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 74-71| Keflvíkingar réðu ekki við Carberry Daníel Rúnarsson í Icelandic Glacial-höllinni skrifar 14. október 2016 19:15 Tobin Carberry var öflugur hjá Þór. vísir/anton Þórsarar fögnuðu fyrsta deildarsigri sínum á tímabilinu í kvöld í lokaleik annarrar umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta sem fram fór Icelandic Glacial höllini í Þorlákshöfn. Þórsliðið vann þá þriggja stiga sigur á Keflavík í spennandi leik, 74-71, en Keflvíkingar unnu Njarðvík í fyrsta deildarleik sínum í vetur. Tobin Carberry átti frábæran leik hjá Þórsliðinu en hann var með 30 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í kvöld. Ólafur Helgi Jónsson var næstu með 11 stig. Amin Stevens var með 22 stig og 12 fráköst hjá Keflavík og Magnús Már Traustason skoraði 13 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson og Guðmundur Jónsson voru báðir með 12 stig sem komu flest á lokakafla leiksins. Þórsarar misstu frá sigurinn í fyrstu umferð á móti Grindavík en voru reynslunni ríkari í kvöld þegar gestirnir úr Keflavík sóttu að þeim í lokaleiklhlutanum. Þórsarar voru tíu stigum yfir í hálfleik, 40-30, og náðu mest tólf stiga forystu í upphafi seinni hálfleiks. Keflvíkingar unnu sig hinsvegar inn í leikinn og komust síðan þremur stigum yfir í upphafi fjórða leikhlutans. Heimamenn svöruðu strax með góðum spretti og voru síðan skrefinu á undan á spennandi lokamínútum.Af hverju vann Þór? Heimamenn í Þór voru tilbúnir í slaginn frá fyrstu mínútu. Varnarleikurinn var á löngum köflum mjög góður og augljóst að Einar þjálfari þeirra lagði mikla áherslu á að stöðva Amin Stevens hjá Keflavík. Það leikplan gekk upp því jafnvel þó að Stevens hafi skorað 22 stig var hann algjörlega bensínlaus í lok leiks þegar Keflvíkingar þurftu mest á honum að halda. Í sókninni átti Tobin Carberry jafnframt frábæran dag, setti 30 stig og opnaði einnig töluvert af færum fyrir félaga sína, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var eins og áður segir potturinn og pannan í sóknarleik Þórs. Hann tók af skarið þegar á reyndi og átti einnig ágætis spretti í vörninni. Ólafur Helgi Jónsson var heimamönnum einnig mikilvægur. Auk þess að setja þrjá stemmings þrista á mikilvægum augnablikum átti hann stóran þátt í því að loka á Amin Stevens hjá Keflavík. Liðsvörn Þórs á einnig skilið lof í lófa enda mun veturinn líklega leiða í ljós að það þarf liðsafrek til að halda Amin Stevens í aðeins 22 stigum.Tölfræðin sem vakti athygli Skelfileg þriggja stiga tölfræði Keflavíkur, en þeir hittu úr einungis 5 af 24 tilraunum fyrir utan línuna, vekur mikla athygli. Gamlar skyttur bítlabæjarins, á við Guðjón Skúlason, myndu snúa sér við í gröfinni væru þeir komnir þangað. Jafnframt var það afar athyglisvert að Hörður Axel Vilhjálmsson var einungis með 3 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Aðeins eitt skot rataði rétta leið. Hörður endaði þó með 12 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar en það er öllum morgunljóst að Keflavík þarf meira frá honum ef ekki á illa að fara í vetur. Jafnframt þarf Keflavík og þjálfari þeirra að fá meira frá bekknum sínum. Varamenn Keflavíkur spiluðu aðeins rúmar 24 mínútur á móti 47 mínútum hjá varamönnum Þórs. Munurinn kom bersýnilega í ljós á lokamínútum leiksins þegar lykilmenn Keflavíkur virtust hreinlega búnir á því.Hvað gekk illa? Heimamenn í Þór áttu fá svör við svæðispressu Keflavíkur í seinni hálfleik og voru nálægt því að missa leikinn frá sér sökum þess. Liðsmenn Keflavíkur hefðu einfaldlega þurft meiri orku til að klára leikinn af sömu áfergju og í þriðja leikhluta, þegar liðið fékk einföld stig eftir góða varnarvinnu. Sóknarleikur Keflvíkinga var á löngum köflum staður og fyrirsjáanlegur. Boltahreyfing lítil og leikmenn virtust hreinlega óvissir um hvað þeir ætluðu sér að gera. Þegar Keflavíkur-liðið var þvingað til að stoppa með boltann og setja upp í sókn á hálfan völl virtist það ráðþrota. Einar Árni: Ef þetta er það sem þarf er okkur alveg sama Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs var að vonum sáttur með að hafa landað fyrsta sigri tímabilsins í kvöld. „Ég er mjög ánægður með þennan góða og mikilvæga sigur. Þetta er búin að vera erfið vika að bíða eftir þessum leik eftir óþarfa tap gegn Grindavík í síðustu viku." Einar kvaðst vera mjög sáttur með vörnina sem hans menn spiluðu í kvöld en aðaláhersla þeirra var að stoppa erlendan leikmann Keflavíkur, Amin Stevens. Þrátt fyrir að Stevens hafi skorað 22 stig telur Einar að Stevens hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri körfu í leiknum sem varð til þess að hann var bensínlaus á lokamínútunum. „En það var svekkjandi hvað við hikuðum þegar þeir fóru í svæðispressuna því það var eitthvað sem við höfðum gert ráð fyrir enda ekta Keflavíkur-vörn. Við vorum með okkar plön gegn henni en það gekk ekki upp. Sem betur fer náðum við nokkrum stoppum í vörninni á sama tíma sem gaf okkur aukið svigrúm til að eiga ekkert frábæran sóknarleik í dag." Tobin Carberry var mikilvægasti leikmaður Þórs í sókninni en Einar er ekkert hræddur þó að sóknarframlag hafi skort frá öðrum leikmönnum. „Ef þetta er það sem þarf til að vinna þá er okkur alveg sama." sagði Einar að lokum. Hjörtur: Auðvelt að vera vitur eftir á Þjálfari Keflvíkinga, Hjörtur Harðarson, var óánægður með framlag sinna manna í bæði vörn og sókn eftir tapið í kvöld. „Þetta var hörkuleikur eins og ég átti von á en það vantaði allan kraft í okkur og við vorum skrefi á eftir. Í sókninni voru tímasetningar ekki góðar og við fengum ekkert gefins, engin auðveld skot. Einnig gekk illa að koma boltanum inn í teiginn." Keflvíkingar áttu rispur þar sem áhorfendur könnuðust við gömlu góðu Keflavík en að mati Hjartar slökuðu hans menn of mikið og oft á þess á milli. Segir hann Þórs-liðið vera of sterkt til að leyfa sér slíkt og það hafi refsað um leið. „Maður á mann gekk varnarleikurinn illa en hann gekk betur í svæðisvörninni en það var sóknarleikurinn sem tapaði leiknum. Boltinn hefði þurft að ganga betur á milli manna til að finna opnu skotin." Hjörtur segir að Keflavík vilji spila hraðan bolta, hann telur að það henti liðinu mikið betur að spila svoleiðis og þegar liðið hafi náð því í þessum fyrstu tveimur leikjum hafi gengið vel. Í kvöld hafi varnarleikurinn ekki gengið nægjanlega vel til að leyfa þennan hraða sóknarleik. Lykilmenn Keflavíkur voru þreyttir undir lok leiks en telur Hjörtur að þeir hafi spilað of mikið í seinni hálfleik? „Þegar maður er að reyna að ná upp forskoti þá tekur maður séns. Það er auðvelt að vera vitur eftir á af því að þetta klúðraðist en ef þetta hefði gengið upp þá hefði það verið kallað einhver snilld. Við hefðum þurft að skipta meira o g hafa þá ferskari í lokin en við lærum af því." sagði Hjörtur að lokum. Textalýsing: Þór Þ. - KeflavíkTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira
Þórsarar fögnuðu fyrsta deildarsigri sínum á tímabilinu í kvöld í lokaleik annarrar umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta sem fram fór Icelandic Glacial höllini í Þorlákshöfn. Þórsliðið vann þá þriggja stiga sigur á Keflavík í spennandi leik, 74-71, en Keflvíkingar unnu Njarðvík í fyrsta deildarleik sínum í vetur. Tobin Carberry átti frábæran leik hjá Þórsliðinu en hann var með 30 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í kvöld. Ólafur Helgi Jónsson var næstu með 11 stig. Amin Stevens var með 22 stig og 12 fráköst hjá Keflavík og Magnús Már Traustason skoraði 13 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson og Guðmundur Jónsson voru báðir með 12 stig sem komu flest á lokakafla leiksins. Þórsarar misstu frá sigurinn í fyrstu umferð á móti Grindavík en voru reynslunni ríkari í kvöld þegar gestirnir úr Keflavík sóttu að þeim í lokaleiklhlutanum. Þórsarar voru tíu stigum yfir í hálfleik, 40-30, og náðu mest tólf stiga forystu í upphafi seinni hálfleiks. Keflvíkingar unnu sig hinsvegar inn í leikinn og komust síðan þremur stigum yfir í upphafi fjórða leikhlutans. Heimamenn svöruðu strax með góðum spretti og voru síðan skrefinu á undan á spennandi lokamínútum.Af hverju vann Þór? Heimamenn í Þór voru tilbúnir í slaginn frá fyrstu mínútu. Varnarleikurinn var á löngum köflum mjög góður og augljóst að Einar þjálfari þeirra lagði mikla áherslu á að stöðva Amin Stevens hjá Keflavík. Það leikplan gekk upp því jafnvel þó að Stevens hafi skorað 22 stig var hann algjörlega bensínlaus í lok leiks þegar Keflvíkingar þurftu mest á honum að halda. Í sókninni átti Tobin Carberry jafnframt frábæran dag, setti 30 stig og opnaði einnig töluvert af færum fyrir félaga sína, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var eins og áður segir potturinn og pannan í sóknarleik Þórs. Hann tók af skarið þegar á reyndi og átti einnig ágætis spretti í vörninni. Ólafur Helgi Jónsson var heimamönnum einnig mikilvægur. Auk þess að setja þrjá stemmings þrista á mikilvægum augnablikum átti hann stóran þátt í því að loka á Amin Stevens hjá Keflavík. Liðsvörn Þórs á einnig skilið lof í lófa enda mun veturinn líklega leiða í ljós að það þarf liðsafrek til að halda Amin Stevens í aðeins 22 stigum.Tölfræðin sem vakti athygli Skelfileg þriggja stiga tölfræði Keflavíkur, en þeir hittu úr einungis 5 af 24 tilraunum fyrir utan línuna, vekur mikla athygli. Gamlar skyttur bítlabæjarins, á við Guðjón Skúlason, myndu snúa sér við í gröfinni væru þeir komnir þangað. Jafnframt var það afar athyglisvert að Hörður Axel Vilhjálmsson var einungis með 3 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Aðeins eitt skot rataði rétta leið. Hörður endaði þó með 12 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar en það er öllum morgunljóst að Keflavík þarf meira frá honum ef ekki á illa að fara í vetur. Jafnframt þarf Keflavík og þjálfari þeirra að fá meira frá bekknum sínum. Varamenn Keflavíkur spiluðu aðeins rúmar 24 mínútur á móti 47 mínútum hjá varamönnum Þórs. Munurinn kom bersýnilega í ljós á lokamínútum leiksins þegar lykilmenn Keflavíkur virtust hreinlega búnir á því.Hvað gekk illa? Heimamenn í Þór áttu fá svör við svæðispressu Keflavíkur í seinni hálfleik og voru nálægt því að missa leikinn frá sér sökum þess. Liðsmenn Keflavíkur hefðu einfaldlega þurft meiri orku til að klára leikinn af sömu áfergju og í þriðja leikhluta, þegar liðið fékk einföld stig eftir góða varnarvinnu. Sóknarleikur Keflvíkinga var á löngum köflum staður og fyrirsjáanlegur. Boltahreyfing lítil og leikmenn virtust hreinlega óvissir um hvað þeir ætluðu sér að gera. Þegar Keflavíkur-liðið var þvingað til að stoppa með boltann og setja upp í sókn á hálfan völl virtist það ráðþrota. Einar Árni: Ef þetta er það sem þarf er okkur alveg sama Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs var að vonum sáttur með að hafa landað fyrsta sigri tímabilsins í kvöld. „Ég er mjög ánægður með þennan góða og mikilvæga sigur. Þetta er búin að vera erfið vika að bíða eftir þessum leik eftir óþarfa tap gegn Grindavík í síðustu viku." Einar kvaðst vera mjög sáttur með vörnina sem hans menn spiluðu í kvöld en aðaláhersla þeirra var að stoppa erlendan leikmann Keflavíkur, Amin Stevens. Þrátt fyrir að Stevens hafi skorað 22 stig telur Einar að Stevens hafi þurft að hafa mikið fyrir hverri körfu í leiknum sem varð til þess að hann var bensínlaus á lokamínútunum. „En það var svekkjandi hvað við hikuðum þegar þeir fóru í svæðispressuna því það var eitthvað sem við höfðum gert ráð fyrir enda ekta Keflavíkur-vörn. Við vorum með okkar plön gegn henni en það gekk ekki upp. Sem betur fer náðum við nokkrum stoppum í vörninni á sama tíma sem gaf okkur aukið svigrúm til að eiga ekkert frábæran sóknarleik í dag." Tobin Carberry var mikilvægasti leikmaður Þórs í sókninni en Einar er ekkert hræddur þó að sóknarframlag hafi skort frá öðrum leikmönnum. „Ef þetta er það sem þarf til að vinna þá er okkur alveg sama." sagði Einar að lokum. Hjörtur: Auðvelt að vera vitur eftir á Þjálfari Keflvíkinga, Hjörtur Harðarson, var óánægður með framlag sinna manna í bæði vörn og sókn eftir tapið í kvöld. „Þetta var hörkuleikur eins og ég átti von á en það vantaði allan kraft í okkur og við vorum skrefi á eftir. Í sókninni voru tímasetningar ekki góðar og við fengum ekkert gefins, engin auðveld skot. Einnig gekk illa að koma boltanum inn í teiginn." Keflvíkingar áttu rispur þar sem áhorfendur könnuðust við gömlu góðu Keflavík en að mati Hjartar slökuðu hans menn of mikið og oft á þess á milli. Segir hann Þórs-liðið vera of sterkt til að leyfa sér slíkt og það hafi refsað um leið. „Maður á mann gekk varnarleikurinn illa en hann gekk betur í svæðisvörninni en það var sóknarleikurinn sem tapaði leiknum. Boltinn hefði þurft að ganga betur á milli manna til að finna opnu skotin." Hjörtur segir að Keflavík vilji spila hraðan bolta, hann telur að það henti liðinu mikið betur að spila svoleiðis og þegar liðið hafi náð því í þessum fyrstu tveimur leikjum hafi gengið vel. Í kvöld hafi varnarleikurinn ekki gengið nægjanlega vel til að leyfa þennan hraða sóknarleik. Lykilmenn Keflavíkur voru þreyttir undir lok leiks en telur Hjörtur að þeir hafi spilað of mikið í seinni hálfleik? „Þegar maður er að reyna að ná upp forskoti þá tekur maður séns. Það er auðvelt að vera vitur eftir á af því að þetta klúðraðist en ef þetta hefði gengið upp þá hefði það verið kallað einhver snilld. Við hefðum þurft að skipta meira o g hafa þá ferskari í lokin en við lærum af því." sagði Hjörtur að lokum. Textalýsing: Þór Þ. - KeflavíkTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira