Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk þegar lið hans Veszprem bar sigurorð af Alfreð Gíslasyni og félögum í Kiel í Meistaradeildinni í handknattleik.
Aron lék með Kiel um árabil og var því að mæta mörgum af sínum gömlu félögum. Liðin eru tvö af þeim stærstu í handboltaheiminum og því var búist við mikilli baráttu og frábærum handbolta.
Veszprem hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og var 13-10 yfir í hálfleik fyrir framan troðfulla höll af áhorfendum. Síðari hálfleikur var leikur hinna sterku varna og lítið var skorað.
Veszprem hélt yfirhöndinni og svo fór að lokum að þeir unnu tveggja marka sigur, 21-19.
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í dag en markahæstir í liði Veszprem voru þeir Gabor Ancsin og Gasper Marguc með 5 mörk. Hjá Kiel var Marko Vujin markahæstur með 7 mörk.
Aron skoraði 4 mörk í sigri gegn Kiel
Smári Jökull Jónsson skrifar
