Werder Bremen vann góðan sigur á Bayern Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Aron Jóhannsson sat á bekknum allan tímann hjá Bremen.
Fyrir leikinn hafði Bremen einungis unnið einn sigur í deildinni og hafði 4 stig en Leverkusen var um miðja deild með 10 stig.
Það voru heimamenn sem komust yfir með marki frá Zlatko Junuzovic á 13.mínútu. Hakan Calhanoglu, sem lék með Tyrkjum í tapinu gegn Íslandi um síðustu helgi, jafnaði metin fyrir Leverkusen á 27.mínútu og staðan 1-1 í hálfleik.
Á 59.mínútu skoraði Ousman Manneh sigurmark Werder Bremen sem fór upp í 13.sæti með sigrinum.
Aron Jóhannsson sat eins og áður segir á varamannabekk Bremen allan tímann en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum liðsins í deildinni til þessa.
