Fótbolti

Molde missti mikilvæg stig og útlitið slæmt hjá Tromsö

Smári Jökull Jónsson skrifar
Björn Bergmann var í liði Molde sem gerði jafntefli í norsku deildinni..
Björn Bergmann var í liði Molde sem gerði jafntefli í norsku deildinni.. vísir/ernir
Landsliðsmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem mætti Sogndal á heimavelli í norsku deildinni. Molde er í 4.sæti deildarinnar og í baráttu um Evrópusæti en Rosenberg er löngu orðið norskur meistari og því engin barátta um titilinn.

Molde tókst þó ekki að skora gegn Sogndal sem siglir lygnan sjó um miðja deild. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan og dýrmæt stig í súginn hjá Molde.

Aron Sigurðarson lék í 59 mínútur með Tromsö sem tapaði á útivelli gegn Start.

Tromsö á í harðri fallbaráttu og tækifærið á að sækja þrjú stig í dag var svo sannarlega til staðar því Start er langneðst í deildinni, 12 stigum frá öruggu sæti.

Öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik. Tromsö komst yfir strax á 4.mínútu með marki frá Thomas Olsen en Start komst yfir með tveimur mörkum fyrir leikhlé. Þar við sat þrátt fyrir að Tromsö hafi verið mun meira með boltann og átt tækifæri til að skora, 2-1 sigur Start staðreynd.

Þá var Gary Martin í byrjunarliði Lilleström sem lék á útivelli gegn Brann. Brannn er í 2.sæti í deildinni en Lilleström, sem var undir stjórn Rúnars Kristinssonar fyrr á tímabilinu, er í fallsæti.

Ifeanyi Matthew kom Lilleström óvænt yfir á 30.mínútu en Azar Karadas jafnaði eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Malaury Martin skoraði svo sigurmark Lilleström á 85.mínútu og tryggði þeim óvæntan sigur og um leið mikilvæg þrjú stig í fallbaráttunni þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×