Vð megum ekkert slaka á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2016 06:00 Íslensku liðin hlutu fern verðlaun á EM sem lauk um helgina. Hér sjást fyrirliðar liðanna með verðlaunapeninga sína en þær eru frá vinstri: Hekla Mist Valgeirsdóttir (stúlknalið), Andrea Sif Pétursdóttir (kvennalið), Margrét Lúðvígsdóttir (blandað lið fullorðinna) og Tanja Ólafsdóttir (blandað lið unglinga). Vísir/Steinunn Anna „Fyrir mótið hefði ég ekki endilega búist við að öll liðin sem við sendum til keppni kæmust á verðlaunapall. Ég held við getum verið mjög ánægð með árangur íslensku liðanna í heild, þótt okkur hafi langað mikið í gullið í kvennakeppninni,“ sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir, aðalfararstjóri íslenska hópsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, í samtali við Fréttablaðið í gær. Blönduðu liðin unnu bæði til bronsverðlauna; í fyrsta sinn í fullorðinsflokki og annað sinn í röð í unglingaflokki. Stúlknaliðið vann nokkuð öruggan sigur í sínum flokki en kvennaliðið þurfti að sjá á eftir gullinu í hendur Svía, líkt og á EM á Íslandi fyrir tveimur árum.Smáatriði skildu á milli Kvennaliðið, sem vann til gullverðlauna á EM 2010 og 2012, ætlaði sér að endurheimta gullið og virtist á góðri leið með það. Stelpurnar urðu efstar í undankeppninni og bættu árangur sinn á dýnu og trampólíni í úrslitunum. En gólfæfingarnar urðu íslenska liðinu að falli. Þær fengu 21,916 stig fyrir gólfæfingarnar, sem þykir býsna gott, en sænsku stelpurnar toppuðu þær íslensku með því að fá 22,650 í einkunn. Á endanum munaði 0,284 í einkunn á Íslandi og Svíþjóð. Flest lið hefðu tekið silfrinu fegins hendi en eftir árangur síðustu ára skilur 2. sætið eftir beiskt bragð í munni. Ása segir að stelpurnar séu aðallega svekktar út í sjálfar sig. „Það voru smávægileg mistök á trampólíni, dansi og dýnu og ef þú hefðir núllað eitthvað af þessu út hefðu þær verið efst á pallinum. Þær gera alltaf miklar kröfur til sín og ég held að þær séu ekkert svekktar með að Svíarnir hafi staðið sig frábærlega, heldur út í sjálfar sig,“ sagði Ása.Uppgangur Breta Hún segir að breiddin sé að aukast í áhaldafimleikum og til marks um það nefnir hún uppgang Breta sem sendu lið til keppni í öllum flokkum og unnu til bronsverðlauna í drengjaflokki. „Það var mjög gaman að sjá hvað Bretar eru að koma sterkir inn. Uppbyggingin þar er gríðarleg og ég myndi halda að Bretar myndu blanda sér í toppbaráttuna í öllum flokkum á næsta EM,“ sagði Ása.Framtíðin björt Að hennar mati er framtíðin björt í íslenskum hópfimleikum. „Við megum ekki gleyma því, þótt það séu þarna stelpur sem hafa farið á fjögur Evrópumót, að liðið er ungt. Ég held að við ættum að vera bjartsýn og halda áfram uppbyggingunni,“ sagði Ása en elstu stelpurnar í kvennaliðinu eru fæddar 1993 og því aðeins 23 ára gamlar. Og hún á von á að fleiri öflugar stelpur séu að koma upp, sem sjáist á árangri stúlknalandsliðsins. „Það er fullt af flottum og mjög sterkum stelpum að koma upp þar þannig að ég held að framtíðin sé björt. En við megum ekkert slaka á, sérstaklega í ljósi þess að það eru fleiri þjóðir að koma sterkar inn. Þetta er ekki lengur bara keppni á milli Norðurlandaþjóðanna,“ sagði Ása en þrátt fyrir að breiddin sé að aukast í greininni er staðreyndin sú að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland unnu 17 af 18 verðlaunum sem í boði voru á EM í Maribor.Íslenskt karlalið eftir tvö ár Ísland sendi ekki lið til leiks í karlaflokkunum í ár, þótt stefnt hafi verið að því. Ása vonast til að Ísland tefli fram karlaliði á næsta Evrópumóti sem fer fram að tveimur árum liðnum. „Ég held að við eigum að geta gert það. Það var markmiðið núna. Við ætluðum að fara með fimm lið en því miður komu upp meiðsli og nokkrir strákar þurftu að draga sig út. Við eigum að geta verið með fimm lið næst,“ sagði Ása sem ber þá von í brjósti að árangur blönduðu liðanna á EM í Maribor verði strákum í greininni heima á Íslandi hvatning. Fimleikar Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
„Fyrir mótið hefði ég ekki endilega búist við að öll liðin sem við sendum til keppni kæmust á verðlaunapall. Ég held við getum verið mjög ánægð með árangur íslensku liðanna í heild, þótt okkur hafi langað mikið í gullið í kvennakeppninni,“ sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir, aðalfararstjóri íslenska hópsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, í samtali við Fréttablaðið í gær. Blönduðu liðin unnu bæði til bronsverðlauna; í fyrsta sinn í fullorðinsflokki og annað sinn í röð í unglingaflokki. Stúlknaliðið vann nokkuð öruggan sigur í sínum flokki en kvennaliðið þurfti að sjá á eftir gullinu í hendur Svía, líkt og á EM á Íslandi fyrir tveimur árum.Smáatriði skildu á milli Kvennaliðið, sem vann til gullverðlauna á EM 2010 og 2012, ætlaði sér að endurheimta gullið og virtist á góðri leið með það. Stelpurnar urðu efstar í undankeppninni og bættu árangur sinn á dýnu og trampólíni í úrslitunum. En gólfæfingarnar urðu íslenska liðinu að falli. Þær fengu 21,916 stig fyrir gólfæfingarnar, sem þykir býsna gott, en sænsku stelpurnar toppuðu þær íslensku með því að fá 22,650 í einkunn. Á endanum munaði 0,284 í einkunn á Íslandi og Svíþjóð. Flest lið hefðu tekið silfrinu fegins hendi en eftir árangur síðustu ára skilur 2. sætið eftir beiskt bragð í munni. Ása segir að stelpurnar séu aðallega svekktar út í sjálfar sig. „Það voru smávægileg mistök á trampólíni, dansi og dýnu og ef þú hefðir núllað eitthvað af þessu út hefðu þær verið efst á pallinum. Þær gera alltaf miklar kröfur til sín og ég held að þær séu ekkert svekktar með að Svíarnir hafi staðið sig frábærlega, heldur út í sjálfar sig,“ sagði Ása.Uppgangur Breta Hún segir að breiddin sé að aukast í áhaldafimleikum og til marks um það nefnir hún uppgang Breta sem sendu lið til keppni í öllum flokkum og unnu til bronsverðlauna í drengjaflokki. „Það var mjög gaman að sjá hvað Bretar eru að koma sterkir inn. Uppbyggingin þar er gríðarleg og ég myndi halda að Bretar myndu blanda sér í toppbaráttuna í öllum flokkum á næsta EM,“ sagði Ása.Framtíðin björt Að hennar mati er framtíðin björt í íslenskum hópfimleikum. „Við megum ekki gleyma því, þótt það séu þarna stelpur sem hafa farið á fjögur Evrópumót, að liðið er ungt. Ég held að við ættum að vera bjartsýn og halda áfram uppbyggingunni,“ sagði Ása en elstu stelpurnar í kvennaliðinu eru fæddar 1993 og því aðeins 23 ára gamlar. Og hún á von á að fleiri öflugar stelpur séu að koma upp, sem sjáist á árangri stúlknalandsliðsins. „Það er fullt af flottum og mjög sterkum stelpum að koma upp þar þannig að ég held að framtíðin sé björt. En við megum ekkert slaka á, sérstaklega í ljósi þess að það eru fleiri þjóðir að koma sterkar inn. Þetta er ekki lengur bara keppni á milli Norðurlandaþjóðanna,“ sagði Ása en þrátt fyrir að breiddin sé að aukast í greininni er staðreyndin sú að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland unnu 17 af 18 verðlaunum sem í boði voru á EM í Maribor.Íslenskt karlalið eftir tvö ár Ísland sendi ekki lið til leiks í karlaflokkunum í ár, þótt stefnt hafi verið að því. Ása vonast til að Ísland tefli fram karlaliði á næsta Evrópumóti sem fer fram að tveimur árum liðnum. „Ég held að við eigum að geta gert það. Það var markmiðið núna. Við ætluðum að fara með fimm lið en því miður komu upp meiðsli og nokkrir strákar þurftu að draga sig út. Við eigum að geta verið með fimm lið næst,“ sagði Ása sem ber þá von í brjósti að árangur blönduðu liðanna á EM í Maribor verði strákum í greininni heima á Íslandi hvatning.
Fimleikar Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira