Repúblikanar telja að kosningunum sé hagrætt: „Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 23:40 Donald Trump lét þau orð meðal annars falla í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14