Sækja af fullum krafti að Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2016 11:45 Frá nágrenni Mosul. Vísir/AFP Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Stjórnvöld í Írak og bandamenn þeirra hófu árásina á borgina Mosul í nótt. Markmiðið er að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá helsta vígi þeirra í landinu og koma fjölmargar fylkingar að árásinni. Undirbúningur hennar hefur tekið marga mánuði. Talið er að í borginni muni um 30 þúsund hermenn, Peshmerga og aðrar vopnaðar sveitir hliðhollar Bagdad, muni kljást við um fjögur til átta þúsund vígamenn. Um ein og hálf milljón borgara búa í Mosul. Bandaríkin, Frakkland og Bretland munu styðja aðgerðirnar með loftárásum og upplýsingum. Sérfræðingar búast við því að sóknin muni taka vikur eða mánuði. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu í Írak frá innrásinni 2003. Mosul hefur verið í haldi ISIS frá árinu 2014 þegar samtökin lögðu undir sig stóra hluta Írak og Sýrlands. Útskýringarmyndband AFP um mikilvægi Mosul og aðgerðirnar þar.Abu Bakr al-Baghdadi tilkynnti stofnun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Þegar borgin fellur, verður borgin Raqqa í Sýrlandi eina borgin sem ISIS heldur enn. Vígamenn ISIS hafa verið á undanhaldi í Írak frá því í fyrra. Peshmergasveitir Kúrda hafa gengið hart fram gegn þeim í norðurhluta landsins. Þá hafa hermenn stjórnarhersins, sveitir frá Íran og aðrar vopnaðar sveitir bæði sjíta og súnníta herjað á samtökin annarsstaðar í Írak. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak heitir því að einungis stjórnarhermenn muni sækja inn í borgina sjálfa, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Greinendur telja það vera gert til að koma í veg fyrir ofbeldi milli súnníta og sjíta í borginni.Yfirlit yfir aðgerðinar í Mosul.Vísir/GraphicNewsRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur farið fram á að her Tyrklands fái einnig að koma að frelsun Mosul. Hann segir það ekki koma til greina að Tyrkir muni sitja á hliðarlínunni. Tyrkir hafa verið á móti aðkomu Kúrda og sveita frá Íran að aðgerðunum. Þeir eru með hermenn í Írak, norður af Mosul og hafa yfirvöld í Bagdad farið fram á að Tyrkir yfirgefið landið. Erdogan hefur neitað því og segir hermenn sína vera í Írak til að þjálfa vopnaðar sveitir súnníta á svæðinu fyrir baráttuna gegn ISIS. „Enginn ætti að búast við því að við munum yfirgefa Bashiqa. Við erum þarna og höfum farið í margs konar aðgerðir gegn ISIS,“ sagði Erdogan. Tyrkir hafa ákveðið að senda samninganefnd til Bagdad.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Uppreisn í Mosul barin niður af ISIS Einn af foringjum samtakanna ætlaði að skipta um lið og hjálpa til við að frelsa borgina aftur. 14. október 2016 14:58