Körfubolti

Leifur: Meiri háttvísi í körfunni en í mörgum öðrum greinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Körfuknattleiksdómarinn Leifur Sigfinnur Garðarsson náði þeim merka áfanga á dögunum að dæma sinn 1000. körfuboltaleik.

„Ég held að það sé fyrst og fremst ódrepandi áhugi á leiknum sem rekur menn út í dómgæslu,“ segir Leifur Sigfinnur í samtali við Guðjón Guðmundsson.

„Það eru líklega ekki margar greinar sem er eins athyglisvert að fylgjast með út þessari stöðu og körfuboltinn.“

Það er þó ekki auðvelt starf að vera dómari. Starf sem sjaldan er hrósað fyrir og enginn skortur á gagnrýni eða mönnum rífandi kjaft.

„Þegar maður hefur líka verið hinum megin við borðið þá hefur maður kannski meiri skilning á því að þátttakendur séu aðeins að leiðbeina dómaranum,“ segir Leifur léttur en hann var lengi þjálfari í knattspyrnu. Þá lét hann menn heyra það.

„Línuverðirnir sem voru þjálfaramegin tóku tiltalinu mjög vel og lærðu helling af því að hafa mig í öðru eyranu.“

Leifur segir að tuðið sé ekki eins í körfunni og mörgum öðrum íþróttum.

„Það virðist vera meiri háttvísi í körfunni er kemur að samskiptum leikmanna, þjálfara og dómara.“

Sjá má innslagið í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×