Tel mig eiga eitt gott ár eftir Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2016 06:00 Veigar Páll kominn í hvíta búninginn. vísir/ernir „Ég var búinn að heyra af áhuga FH en þegar haft var samband var þetta fljótt að gerast,“ segir Veigar Páll Gunnarsson við Fréttablaðið, en framherjinn þrautreyndi samdi við Íslandsmeistarana til eins árs á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær. Veigar kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hann hefur spilað eftir endurkomuna á klakann fyrir fjórum árum. Veigar, sem verður 37 ára gamall á næsta ári, er búinn að spila meistaraflokksbolta í 20 ár og á að baki tvo Íslandmeistaratitla með KR og Stjörnunni og einn Noregsmeistaratitil með Stabæk, en hann er talinn einn af bestu erlendu leikmönnunum sem hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni. „Ég er stoltur og ánægður yfir að FH sýndi mér áhuga og ég mun gera allt hvað ég get til að FH haldi því striki sem félagið hefur verið á undanfarin ár,“ segir Veigar Páll en FH varð meistari annað árið í röð á nýliðnu tímabili og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. Það hefur aldrei endað neðar en í öðru sæti á þessu tímabili.Illa nýttur í Garðabænum? Veigar Páll átti ekki fast sæti í Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð og langt frá því. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn byrjaði aðeins þrjá leiki af þeim 17 sem hann spilaði á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk og var eini leikmaðurinn í deildinni sem skoraði mark á minna en 90 mínútna fresti. Veigar skoraði „ekki nema“ í þremur leikjum (tvær tvennur) sem sýnir kannski svart á hvítu hversu fáar mínútur hann fékk hjá uppeldisfélaginu í Garðabænum sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn með fyrir tveimur árum. „Ég viðurkenni það, að ég var alls ekki sáttur við spiltímann hjá Stjörnunni. Líklegt er að þetta hefði ekkert breyst á næstu leiktíð og í raun er líklegra að þetta hefði versnað. Mér gekk vel í þeim leikjum sem ég spilaði og það var glæsilegur árangur fyrir Stjörnuna að ná öðru sæti en ég vildi spila meira. Hópurinn er samt sterkur og það er þjálfarinn sem ræður,“ segir Veigar Páll sem telur sig geta gefið mikið af sér til Íslandsmeistaraliðsins á næstu leiktíð. „Eins og mér leið á síðustu leiktíð finnst mér ég eiga eitt mjög gott ár eftir. Við fáum gott undirbúningstímabil og ég þarf bara að koma mér í gott form. Ég kann fótboltann alveg í hausnum en ég þarf bara að vera í góðu formi þannig ég geti skilað því sem býr í hausnum niður í lappirnar,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Á að hjálpa til við mörkin Veigar Páll er fyrsti leikmaðurinn sem FH fær til sín eftir að tímabilinu lauk en áður var félagið búið að semja við Steven Lennon sem spilar oft sömu stöðu og Garðbæingurinn fyrir aftan fremsta mann. Auk þess að spila með liðinu mun Veigar þjálfa í afreksskóla FH en Hafnarfjarðarliðið virðist ætla honum stóra hluti á næstu árum jafnt innan sem utan vallar. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hins vegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig að hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara á fótboltavellinum,“ segir Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH. FH-liðið skoraði aðeins 32 mörk á síðustu leiktíð, næstminnst af efstu fimm liðunum, en sóknarleikurinn reyndist meisturunum erfiður í sumar þó það kæmi á endanum ekki að sök. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýn á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Ég var búinn að heyra af áhuga FH en þegar haft var samband var þetta fljótt að gerast,“ segir Veigar Páll Gunnarsson við Fréttablaðið, en framherjinn þrautreyndi samdi við Íslandsmeistarana til eins árs á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær. Veigar kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hann hefur spilað eftir endurkomuna á klakann fyrir fjórum árum. Veigar, sem verður 37 ára gamall á næsta ári, er búinn að spila meistaraflokksbolta í 20 ár og á að baki tvo Íslandmeistaratitla með KR og Stjörnunni og einn Noregsmeistaratitil með Stabæk, en hann er talinn einn af bestu erlendu leikmönnunum sem hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni. „Ég er stoltur og ánægður yfir að FH sýndi mér áhuga og ég mun gera allt hvað ég get til að FH haldi því striki sem félagið hefur verið á undanfarin ár,“ segir Veigar Páll en FH varð meistari annað árið í röð á nýliðnu tímabili og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. Það hefur aldrei endað neðar en í öðru sæti á þessu tímabili.Illa nýttur í Garðabænum? Veigar Páll átti ekki fast sæti í Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð og langt frá því. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn byrjaði aðeins þrjá leiki af þeim 17 sem hann spilaði á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk og var eini leikmaðurinn í deildinni sem skoraði mark á minna en 90 mínútna fresti. Veigar skoraði „ekki nema“ í þremur leikjum (tvær tvennur) sem sýnir kannski svart á hvítu hversu fáar mínútur hann fékk hjá uppeldisfélaginu í Garðabænum sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn með fyrir tveimur árum. „Ég viðurkenni það, að ég var alls ekki sáttur við spiltímann hjá Stjörnunni. Líklegt er að þetta hefði ekkert breyst á næstu leiktíð og í raun er líklegra að þetta hefði versnað. Mér gekk vel í þeim leikjum sem ég spilaði og það var glæsilegur árangur fyrir Stjörnuna að ná öðru sæti en ég vildi spila meira. Hópurinn er samt sterkur og það er þjálfarinn sem ræður,“ segir Veigar Páll sem telur sig geta gefið mikið af sér til Íslandsmeistaraliðsins á næstu leiktíð. „Eins og mér leið á síðustu leiktíð finnst mér ég eiga eitt mjög gott ár eftir. Við fáum gott undirbúningstímabil og ég þarf bara að koma mér í gott form. Ég kann fótboltann alveg í hausnum en ég þarf bara að vera í góðu formi þannig ég geti skilað því sem býr í hausnum niður í lappirnar,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Á að hjálpa til við mörkin Veigar Páll er fyrsti leikmaðurinn sem FH fær til sín eftir að tímabilinu lauk en áður var félagið búið að semja við Steven Lennon sem spilar oft sömu stöðu og Garðbæingurinn fyrir aftan fremsta mann. Auk þess að spila með liðinu mun Veigar þjálfa í afreksskóla FH en Hafnarfjarðarliðið virðist ætla honum stóra hluti á næstu árum jafnt innan sem utan vallar. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hins vegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig að hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara á fótboltavellinum,“ segir Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH. FH-liðið skoraði aðeins 32 mörk á síðustu leiktíð, næstminnst af efstu fimm liðunum, en sóknarleikurinn reyndist meisturunum erfiður í sumar þó það kæmi á endanum ekki að sök. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýn á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira