Tel mig eiga eitt gott ár eftir Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2016 06:00 Veigar Páll kominn í hvíta búninginn. vísir/ernir „Ég var búinn að heyra af áhuga FH en þegar haft var samband var þetta fljótt að gerast,“ segir Veigar Páll Gunnarsson við Fréttablaðið, en framherjinn þrautreyndi samdi við Íslandsmeistarana til eins árs á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær. Veigar kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hann hefur spilað eftir endurkomuna á klakann fyrir fjórum árum. Veigar, sem verður 37 ára gamall á næsta ári, er búinn að spila meistaraflokksbolta í 20 ár og á að baki tvo Íslandmeistaratitla með KR og Stjörnunni og einn Noregsmeistaratitil með Stabæk, en hann er talinn einn af bestu erlendu leikmönnunum sem hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni. „Ég er stoltur og ánægður yfir að FH sýndi mér áhuga og ég mun gera allt hvað ég get til að FH haldi því striki sem félagið hefur verið á undanfarin ár,“ segir Veigar Páll en FH varð meistari annað árið í röð á nýliðnu tímabili og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. Það hefur aldrei endað neðar en í öðru sæti á þessu tímabili.Illa nýttur í Garðabænum? Veigar Páll átti ekki fast sæti í Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð og langt frá því. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn byrjaði aðeins þrjá leiki af þeim 17 sem hann spilaði á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk og var eini leikmaðurinn í deildinni sem skoraði mark á minna en 90 mínútna fresti. Veigar skoraði „ekki nema“ í þremur leikjum (tvær tvennur) sem sýnir kannski svart á hvítu hversu fáar mínútur hann fékk hjá uppeldisfélaginu í Garðabænum sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn með fyrir tveimur árum. „Ég viðurkenni það, að ég var alls ekki sáttur við spiltímann hjá Stjörnunni. Líklegt er að þetta hefði ekkert breyst á næstu leiktíð og í raun er líklegra að þetta hefði versnað. Mér gekk vel í þeim leikjum sem ég spilaði og það var glæsilegur árangur fyrir Stjörnuna að ná öðru sæti en ég vildi spila meira. Hópurinn er samt sterkur og það er þjálfarinn sem ræður,“ segir Veigar Páll sem telur sig geta gefið mikið af sér til Íslandsmeistaraliðsins á næstu leiktíð. „Eins og mér leið á síðustu leiktíð finnst mér ég eiga eitt mjög gott ár eftir. Við fáum gott undirbúningstímabil og ég þarf bara að koma mér í gott form. Ég kann fótboltann alveg í hausnum en ég þarf bara að vera í góðu formi þannig ég geti skilað því sem býr í hausnum niður í lappirnar,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Á að hjálpa til við mörkin Veigar Páll er fyrsti leikmaðurinn sem FH fær til sín eftir að tímabilinu lauk en áður var félagið búið að semja við Steven Lennon sem spilar oft sömu stöðu og Garðbæingurinn fyrir aftan fremsta mann. Auk þess að spila með liðinu mun Veigar þjálfa í afreksskóla FH en Hafnarfjarðarliðið virðist ætla honum stóra hluti á næstu árum jafnt innan sem utan vallar. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hins vegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig að hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara á fótboltavellinum,“ segir Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH. FH-liðið skoraði aðeins 32 mörk á síðustu leiktíð, næstminnst af efstu fimm liðunum, en sóknarleikurinn reyndist meisturunum erfiður í sumar þó það kæmi á endanum ekki að sök. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýn á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ segir Ólafur Páll Snorrason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Ég var búinn að heyra af áhuga FH en þegar haft var samband var þetta fljótt að gerast,“ segir Veigar Páll Gunnarsson við Fréttablaðið, en framherjinn þrautreyndi samdi við Íslandsmeistarana til eins árs á blaðamannafundi í Kaplakrika í gær. Veigar kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni þar sem hann hefur spilað eftir endurkomuna á klakann fyrir fjórum árum. Veigar, sem verður 37 ára gamall á næsta ári, er búinn að spila meistaraflokksbolta í 20 ár og á að baki tvo Íslandmeistaratitla með KR og Stjörnunni og einn Noregsmeistaratitil með Stabæk, en hann er talinn einn af bestu erlendu leikmönnunum sem hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni. „Ég er stoltur og ánægður yfir að FH sýndi mér áhuga og ég mun gera allt hvað ég get til að FH haldi því striki sem félagið hefur verið á undanfarin ár,“ segir Veigar Páll en FH varð meistari annað árið í röð á nýliðnu tímabili og í áttunda sinn á síðustu þrettán árum. Það hefur aldrei endað neðar en í öðru sæti á þessu tímabili.Illa nýttur í Garðabænum? Veigar Páll átti ekki fast sæti í Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð og langt frá því. Fyrrverandi landsliðsmaðurinn byrjaði aðeins þrjá leiki af þeim 17 sem hann spilaði á síðustu leiktíð en skoraði engu að síður fimm mörk og var eini leikmaðurinn í deildinni sem skoraði mark á minna en 90 mínútna fresti. Veigar skoraði „ekki nema“ í þremur leikjum (tvær tvennur) sem sýnir kannski svart á hvítu hversu fáar mínútur hann fékk hjá uppeldisfélaginu í Garðabænum sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn með fyrir tveimur árum. „Ég viðurkenni það, að ég var alls ekki sáttur við spiltímann hjá Stjörnunni. Líklegt er að þetta hefði ekkert breyst á næstu leiktíð og í raun er líklegra að þetta hefði versnað. Mér gekk vel í þeim leikjum sem ég spilaði og það var glæsilegur árangur fyrir Stjörnuna að ná öðru sæti en ég vildi spila meira. Hópurinn er samt sterkur og það er þjálfarinn sem ræður,“ segir Veigar Páll sem telur sig geta gefið mikið af sér til Íslandsmeistaraliðsins á næstu leiktíð. „Eins og mér leið á síðustu leiktíð finnst mér ég eiga eitt mjög gott ár eftir. Við fáum gott undirbúningstímabil og ég þarf bara að koma mér í gott form. Ég kann fótboltann alveg í hausnum en ég þarf bara að vera í góðu formi þannig ég geti skilað því sem býr í hausnum niður í lappirnar,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Á að hjálpa til við mörkin Veigar Páll er fyrsti leikmaðurinn sem FH fær til sín eftir að tímabilinu lauk en áður var félagið búið að semja við Steven Lennon sem spilar oft sömu stöðu og Garðbæingurinn fyrir aftan fremsta mann. Auk þess að spila með liðinu mun Veigar þjálfa í afreksskóla FH en Hafnarfjarðarliðið virðist ætla honum stóra hluti á næstu árum jafnt innan sem utan vallar. „Fyrst og fremst er hann frábær fótboltamaður. Það vita allir að Veigar er frábær í fótbolta en hins vegar er hann líka mjög sterkur og stór karakter þannig að hann mun hjálpa okkur á fleiri stöðum en bara á fótboltavellinum,“ segir Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH. FH-liðið skoraði aðeins 32 mörk á síðustu leiktíð, næstminnst af efstu fimm liðunum, en sóknarleikurinn reyndist meisturunum erfiður í sumar þó það kæmi á endanum ekki að sök. „Við eigum eftir að sjá hvort einhverjir yfirgefi FH-liðið og hvort við þurfum þá að styrkja þann hluta leikmannahópsins. Við erum með skýra sýn á það sem við ætlum að reyna að vinna í þennan veturinn og eitt af því er að skora fleiri mörk. Það er líka ein af þeim ástæðum að Veigar er mættur,“ segir Ólafur Páll Snorrason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira