SHÍ – „Sex á móti ellefu“ Kristófer Már Maronsson skrifar 21. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Tengdar fréttir LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00 SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Menntun þróast með okkur. Ef við erum dugleg að sinna henni þá blómstrar hún eins og hófsóley við lygnan læk. Ef við leyfum námsbókunum að safna ryki þá nær þekkingin aldrei að festa rætur sínar. Menntun okkar hrörnar. Einn daginn sitjum við eldhúsborðið, og ætlum að ræða um nám okkar, en munum einungis eftir því að við lærðum það. Ekkert er eftir nema minningin um gleymda þekkingu. Það gengur ekki að skilja menntun eftir í hirðuleysi. Hún þróast, svo lengi sem hlúð er að henni og fólk menntar sig. Sú menntun sem við hljótum er síðan m.a. undirstaða heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, tækniþróunar og verðmætasköpunar í samfélaginu. Góð menntun einstaklinga er grunnforsenda fyrir hagsæld og það þekkingarsamfélag sem við búum við i dag. En til þess að hægt sé að mennta fólk þarf að fjárfesta í menntun. Það þarf öfluga háskóla sem styðja og fræða öfluga nemendur. Skólarnir eru til staðar, en þeir þurfa að kljást við mikla undirfjármögnun. Þeir eru að bogna, en við viljum ekki að þeir bresti. Lítum nánar á vandann. Ríkið borgar misháar fjárhæðir fyrir mismunandi tegundir af menntun, sem er mjög eðlilegt. Sum menntun þarfnast meiri búnaðar og vettvangsreynslu en annað nám. Staðan er samt orðin virkilega slæm. Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Reikniflokkarnir svokölluðu sem eru notaðir til þess að borga háskólunum fyrir nám eru snargallaðir og þá verður að endurskoða strax. Á myndinni má sjá reikniflokkana - hversu mikið er borgað fyrir hvern ársnema (hverjar 60 ECTS einingar). Benda má á að sálfræði er t.d. flokkuð í nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og annað hliðstætt nám. Sálfræði á auðvitað að vera í sama flokki og hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem felst m.a. í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga, líkt og sálfræðin er á norðurlöndunum. Til að útskýra mismunandi fjárhæðir á einfaldan máta þá má segja að því lægri sem fjárhæðirnar eru, því stærri kennsluhópum er gert ráð fyrir á hvern kennara, mismunandi tækjabúnaði og kennsluaðferðum. Sem dæmi, á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði, lögfræði og sambærilegs náms þá er gert ráð fyrir um 24 nemendum á hvern kennara. Það er þó ekki raunin en flestir kennarar eru með mun stærri hópa, allt að 500 manns. Hvernig á kennari að kenna 500 manns öðruvísi en með einföldum fyrirlestri? Fyrirlestraformið er barn síns tíma og í dag er kennsla við bestu háskóla heims á þann hátt að nemendur taka mun meiri þátt í kennslustundinni. Reikniflokkarnir eru ekki eingöngu snargallaðir, heldur eru þeir að hamla kennsluþróun og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið. Að meðaltali þurfa tveir nemendur á Íslandi að sætta sig við að vera jafngildir einum nemanda á norðurlöndunum. Við viljum standa öðrum norrænum þjóðum jafnfætis, en erum einungis hálfdrættingar þeirra. Hvert væri gengi íslenskrar knattspyrnu ef hún stæði í sömu sporum og íslenskt háskólakerfi. Við myndum heyja við norðurlöndin 90 mínútna orrustu á knattspyrnuvellinum, sex á móti ellefu - hvernig færi sá leikur? Ef fram fer sem horfir þá mun Ísland halda áfram að dragast aftur úr. Ef við miðum við stöðu mála í dag, þá eru meiri líkur á að þrír eða fjórir íslenskir leikmenn keppi gegn fullmönnuðu liði norðurlanda, heldur en að það bætist í. Kannski endar markmaðurinn einn eftir. Það er spurning hversu mikils er hægt að ætlast til af Hannesi einum. Ef þú telur að háskólanemendur á Íslandi eigi ekki að sitja eftir. Ef þú telur að við eigum ekki að vera hálfdrættingur annarra norðurlanda. Ef þú vilt láta verkin tala þá bendi ég þér á að skrifa undir á haskolarnir.is og skora á verðandi alþingismenn að bregðast við strax. Uppfyllum þau markmið sem sett hafa verið og setjum framtíð Íslands á oddinn. Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
LHÍ - "Feitur þeytingur“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 19. október 2016 09:00
SFHR - „Fjárfestum í menntun“ Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. 20. október 2016 09:00
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun