Út í veður og vind með verðtryggingu Erling Tómasson skrifar 19. október 2016 09:50 Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn?
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun