Karl Erlingsson ekki hættur | Hótar framkvæmdarstjóra HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2016 12:26 vísir/stefán Handboltaþjálfarinn Karl Erlingsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur vegna ummæla sinna um fólk innan handboltahreyfingarinnar. Núna hefur hann í hótunum við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ.Karl var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu fyrr í mánuðinum eftir að hann hellti sér yfir dómaraparið Matthías Leifsson og Erni Arnarsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson á Facebook. Hann var ennfremur dæmdur í þriggja mánaða bann og gert að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna.„Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“„Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ skrifaði Karl á Facebook eftir leik Gróttu og Hauka í Olís-deild kvenna laugardaginn 1. október. Karli varð einnig uppsigað við Ívar Benediktsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, sem skrifaði talsvert um mál hans. Karl var ekki par hrifinn af því og sendi Ívari fjöldamörg skilaboð þar sem hann lét miður falleg orð falla um íþróttafréttamanninn eins og lesa má um hér. Karl er langt frá því að vera hættur og nú hefur hann beint athygli sinni að Einar Þorvarðarsyni. Ástæðan er bann sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fékk vegna ummæla sinna í samtali við Vísi á dögunum. Eins og sjá má hér að neðan vandar Karl Einari ekki kveðjurnar. Hann kveðst vera afar ósáttur við bannið sem Einar Jónsson fékk og segir þetta „toppa alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka“ og lætur broskarl fylgja með. Að lokum hótar hann að kæra Einar Þorvarðarson.Færslu Karls má sjá hér að neðan:„Afsakið meðan ég hlæ hvaða djók er þetta ? Er einhver mælikvarði í lõgum HSÍ . Hvað óviðeigandi ummæli þýða ???? Eða í hvaða orðarõð þau koma ?„Einar Þorvarðarson til hamingju með þetta ! Einar greyjið hefur haft Aftureldingu á heilanum í síðan hann var að þjálfa í 5 flokki ef hann tapaði fyrir UMFA var það alltaf einhverjum õðrum að kenna . Gjõrsamlega bilaðist alltaf ef hann tapaði fyrir Aftureldingu . Af hverju veit ég ekki“ .„Þessi eins leiks dómur er algjõr helvítis brandari ! Það er ekkert til sem gefur þessari nefnd að meta orðalag eða orðarõð ummæla ! Óviðeigandi ummæli eru óviðeigandi ummæli punktur ! Til hamingju með þetta Einar Jónsson ! Þetta toppar alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka :)“„Af hverju fær hann ekki tímabundið bann ? Eruð þið ekki í lagi ? gef mér frest til að skoða með mínum lögmönnum , fyrir hvaða dómstól þú verður dreginn sem forsvarsmaður þessa samtaka“.vísir/skjáskot Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44 Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Karl Erlingsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur vegna ummæla sinna um fólk innan handboltahreyfingarinnar. Núna hefur hann í hótunum við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ.Karl var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu fyrr í mánuðinum eftir að hann hellti sér yfir dómaraparið Matthías Leifsson og Erni Arnarsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson á Facebook. Hann var ennfremur dæmdur í þriggja mánaða bann og gert að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna.„Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“„Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ skrifaði Karl á Facebook eftir leik Gróttu og Hauka í Olís-deild kvenna laugardaginn 1. október. Karli varð einnig uppsigað við Ívar Benediktsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, sem skrifaði talsvert um mál hans. Karl var ekki par hrifinn af því og sendi Ívari fjöldamörg skilaboð þar sem hann lét miður falleg orð falla um íþróttafréttamanninn eins og lesa má um hér. Karl er langt frá því að vera hættur og nú hefur hann beint athygli sinni að Einar Þorvarðarsyni. Ástæðan er bann sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fékk vegna ummæla sinna í samtali við Vísi á dögunum. Eins og sjá má hér að neðan vandar Karl Einari ekki kveðjurnar. Hann kveðst vera afar ósáttur við bannið sem Einar Jónsson fékk og segir þetta „toppa alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka“ og lætur broskarl fylgja með. Að lokum hótar hann að kæra Einar Þorvarðarson.Færslu Karls má sjá hér að neðan:„Afsakið meðan ég hlæ hvaða djók er þetta ? Er einhver mælikvarði í lõgum HSÍ . Hvað óviðeigandi ummæli þýða ???? Eða í hvaða orðarõð þau koma ?„Einar Þorvarðarson til hamingju með þetta ! Einar greyjið hefur haft Aftureldingu á heilanum í síðan hann var að þjálfa í 5 flokki ef hann tapaði fyrir UMFA var það alltaf einhverjum õðrum að kenna . Gjõrsamlega bilaðist alltaf ef hann tapaði fyrir Aftureldingu . Af hverju veit ég ekki“ .„Þessi eins leiks dómur er algjõr helvítis brandari ! Það er ekkert til sem gefur þessari nefnd að meta orðalag eða orðarõð ummæla ! Óviðeigandi ummæli eru óviðeigandi ummæli punktur ! Til hamingju með þetta Einar Jónsson ! Þetta toppar alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka :)“„Af hverju fær hann ekki tímabundið bann ? Eruð þið ekki í lagi ? gef mér frest til að skoða með mínum lögmönnum , fyrir hvaða dómstól þú verður dreginn sem forsvarsmaður þessa samtaka“.vísir/skjáskot
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44 Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54
Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49
Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44
Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50
Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44
Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08
Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12
Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16