Lífið

Mátaði jakka með Svía­konungi

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Karl Gústaf spjallaði við Baldvin og Helgu Margréti á sænsku.
Karl Gústaf spjallaði við Baldvin og Helgu Margréti á sænsku. Vísir/AFP

Íslenskt par lenti í því skemmtilega atviki að rekast á Svíakonung, Karl Gústaf XVI í fataverslun í Edinborg um helgina. Baldvin Thor Bergsson deildi færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði frá atvikinu.



Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Baldvin að hann hefði gengið inn í verslunina Walker Slater í Edinborg ásamt konu sinni, Helgu Margréti Skúladóttur, þegar þau komu auga á konunginn.



„Við komum inn í þessa búð og tökum eftir því að hann er þarna ásamt fríðu föruneyti. Þarna voru einnig lífverðir og einhverjir félagar hans, að því er virtist,“ segir Baldvin.



Karl Gústaf og Baldvin mátuðu í kjölfarið föt í versluninni en kóngurinn ákveður að spyrja konu Baldvins um álit. „Hann ákveður að fá álit hjá einu konunni í búðinni, en svo vel vildi til að það var konan mín.“



Baldvin segir konunginn hafa ávarpað konuna sína á ensku en hún svaraði honum um hæl á sænsku, en þau hjúin voru búsett um langt skeið í Svíþjóð.



Í kjölfarið hófust samræður og samanburður á jökkunum, sem þeir að endingu keyptu báðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.