Erlent

Trump reitir hermenn til reiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/EPA
Donald Trump hefur reitt bandaríska hermenn til reiði. Á fundi hjá félagi fyrrverandi hermanna gaf hann í skyn að hermenn með áfallastreituröskun væru veikgeðja. Trump var spurður út í stefnu sína varðandi trúarleg verkefni sem eiga að koma í veg fyrir sjálfsmorð hermanna og að hjálpa þeim í gegnum áfallastreituröskun, heilaskaða og önnur meiðsl.

„Þegar þú talar um geðheilsuvanda, þegar fólk snýr aftur úr stríði og bardögum þar sem þeir sjá hluti sem margir hér inni hafa kannski séð margsinnis, en eru sterkir og ráða við það. Margir ráða hins vegar ekki við það,“ hefur AP fréttaveitan eftir Donald Trump.

„Þeir sjá hryllingssögur. Þeir sjá hluti sem ekki sjást í bíómyndum. Fólk trúir því ekki.“

Fjölmörg félög fyrrum hermanna eru sögð hafa fordæmt ummæli Trump, en mörg þeirra hafa um árabil reynt að draga úr þeim fordómum sem fylgja geðheilsuvanda og hvetja hermenn til að leita sér hjálpar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump gerir fyrrum hermenn reiða. Það gerði hann einnig þegar hann sagði að þingmaðurinn John McCain væri einungis álitin hetja vegna þess að hann hefði verið handsamaður og verið í fangabúðum í Víetnam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×