Erlent

Kaine og Pence mætast í kappræðum

Atli Ísleifsson skrifar
Mike Pence, ríkisstjóri Indiana, og Tim Kaine, öldungadeildarþingmaður frá Virginíu.
Mike Pence, ríkisstjóri Indiana, og Tim Kaine, öldungadeildarþingmaður frá Virginíu. Vísir/AFP
Bandarísku varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence munu mætast í kappræðum í bandarísku sjónvarpi í nótt. Kappræðurnar fara fram í Longwood-háskólanum í Farmville í Virginíu-ríki og hefjast klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Þeir Kaine og Pence hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu það sem af er kosningabaráttunni þar sem þau Donald Trump og Hillary Clinton hafa nánast ein átt sviðið.

Þó er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig Pence, varaforsetaefni Donalds Trump, muni bregðast við fréttum síðustu daga um að Trump hafi mögulega komist hjá því að greiða tekjuskatt síðustu átján ár.

Trump hefur ekki birt skattskýrslur sínar í aðdraganda kosninganna, öfugt við þau Clinton, Kaine og Pence.

Kaine mun í kappræðunum þurfa að ná að viðhalda þeim meðbyr sem framboð Hillary Clinton hefur notið í kjöfar kappræðna Clinton og Trump fyrir viku.

Að neðan má sjá ræður þeirra Kaine og Pence frá landsþingum flokkanna í júlí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×