Varaforseti FIFA: Gott fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2016 11:15 Victor Montagliani. Vísir/EPA Victor Montagliani, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, hefur kannski öðruvísi skoðanir á umdeildu máli en flestir. Svo halda menn kannski þar til að þeir kynna sér málið vetur. Þetta er nefnilega spurning um sjónarhorn. Spillingarmálin hafa farið illa með FIFA síðustu mánuði og hafa bæði kallað fram nýja menn í forystu sem og nýjar vinnuaðferðir innanhúss. Eitt það umdeildasta var að leyfa Rússlandi og Katar að halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir. Montagliani er hinsvegar á því að það sé eitt það besta sem gerðist fyrir FIFA. Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin í desember 2010 en Montagliani lítur á það sem svo að sú ákvörðun hafi komið hlutnum á hreyfingu. Margir hafa hneykslast á því að þjóðir hafa getað „keypt“ sér HM en það er líka hægt að sjá jákvæðu hliðarnar á þeirri ákvörðun. Montagliani velur það sjónarhorn. „Ég tel að þetta hafi gert útslagið. Ef Rússland og Katar hefðu ekki fengið þessar heimsmeistarakeppnir þá værum við ekki í þeirri stöðu að geta hreinsað til í fótboltanum. Ef England hefði fengið HM þá hefði kannski ekkert breyst,“ sagði Victor Montagliani við BBC. „Kannski var það besta sem gerðist fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar,“ sagði Victor Montagliani. Montagliani hefur verið forseti Concacaf, Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, síðan í maí. Spillingin hefur verið hvað mest innan hans álfusambands. Forverar hans í formannsstólnum, Jeffrey Webb og Alfredo Hawit, voru báðir settir í bann eftir rannsókn á spillingu innan veggja FIFA. Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Victor Montagliani, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, hefur kannski öðruvísi skoðanir á umdeildu máli en flestir. Svo halda menn kannski þar til að þeir kynna sér málið vetur. Þetta er nefnilega spurning um sjónarhorn. Spillingarmálin hafa farið illa með FIFA síðustu mánuði og hafa bæði kallað fram nýja menn í forystu sem og nýjar vinnuaðferðir innanhúss. Eitt það umdeildasta var að leyfa Rússlandi og Katar að halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir. Montagliani er hinsvegar á því að það sé eitt það besta sem gerðist fyrir FIFA. Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin í desember 2010 en Montagliani lítur á það sem svo að sú ákvörðun hafi komið hlutnum á hreyfingu. Margir hafa hneykslast á því að þjóðir hafa getað „keypt“ sér HM en það er líka hægt að sjá jákvæðu hliðarnar á þeirri ákvörðun. Montagliani velur það sjónarhorn. „Ég tel að þetta hafi gert útslagið. Ef Rússland og Katar hefðu ekki fengið þessar heimsmeistarakeppnir þá værum við ekki í þeirri stöðu að geta hreinsað til í fótboltanum. Ef England hefði fengið HM þá hefði kannski ekkert breyst,“ sagði Victor Montagliani við BBC. „Kannski var það besta sem gerðist fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar,“ sagði Victor Montagliani. Montagliani hefur verið forseti Concacaf, Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, síðan í maí. Spillingin hefur verið hvað mest innan hans álfusambands. Forverar hans í formannsstólnum, Jeffrey Webb og Alfredo Hawit, voru báðir settir í bann eftir rannsókn á spillingu innan veggja FIFA.
Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira