Varaforseti FIFA: Gott fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2016 11:15 Victor Montagliani. Vísir/EPA Victor Montagliani, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, hefur kannski öðruvísi skoðanir á umdeildu máli en flestir. Svo halda menn kannski þar til að þeir kynna sér málið vetur. Þetta er nefnilega spurning um sjónarhorn. Spillingarmálin hafa farið illa með FIFA síðustu mánuði og hafa bæði kallað fram nýja menn í forystu sem og nýjar vinnuaðferðir innanhúss. Eitt það umdeildasta var að leyfa Rússlandi og Katar að halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir. Montagliani er hinsvegar á því að það sé eitt það besta sem gerðist fyrir FIFA. Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin í desember 2010 en Montagliani lítur á það sem svo að sú ákvörðun hafi komið hlutnum á hreyfingu. Margir hafa hneykslast á því að þjóðir hafa getað „keypt“ sér HM en það er líka hægt að sjá jákvæðu hliðarnar á þeirri ákvörðun. Montagliani velur það sjónarhorn. „Ég tel að þetta hafi gert útslagið. Ef Rússland og Katar hefðu ekki fengið þessar heimsmeistarakeppnir þá værum við ekki í þeirri stöðu að geta hreinsað til í fótboltanum. Ef England hefði fengið HM þá hefði kannski ekkert breyst,“ sagði Victor Montagliani við BBC. „Kannski var það besta sem gerðist fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar,“ sagði Victor Montagliani. Montagliani hefur verið forseti Concacaf, Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, síðan í maí. Spillingin hefur verið hvað mest innan hans álfusambands. Forverar hans í formannsstólnum, Jeffrey Webb og Alfredo Hawit, voru báðir settir í bann eftir rannsókn á spillingu innan veggja FIFA. Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Victor Montagliani, varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, hefur kannski öðruvísi skoðanir á umdeildu máli en flestir. Svo halda menn kannski þar til að þeir kynna sér málið vetur. Þetta er nefnilega spurning um sjónarhorn. Spillingarmálin hafa farið illa með FIFA síðustu mánuði og hafa bæði kallað fram nýja menn í forystu sem og nýjar vinnuaðferðir innanhúss. Eitt það umdeildasta var að leyfa Rússlandi og Katar að halda næstu tvær heimsmeistarakeppnir. Montagliani er hinsvegar á því að það sé eitt það besta sem gerðist fyrir FIFA. Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin í desember 2010 en Montagliani lítur á það sem svo að sú ákvörðun hafi komið hlutnum á hreyfingu. Margir hafa hneykslast á því að þjóðir hafa getað „keypt“ sér HM en það er líka hægt að sjá jákvæðu hliðarnar á þeirri ákvörðun. Montagliani velur það sjónarhorn. „Ég tel að þetta hafi gert útslagið. Ef Rússland og Katar hefðu ekki fengið þessar heimsmeistarakeppnir þá værum við ekki í þeirri stöðu að geta hreinsað til í fótboltanum. Ef England hefði fengið HM þá hefði kannski ekkert breyst,“ sagði Victor Montagliani við BBC. „Kannski var það besta sem gerðist fyrir fótboltann að senda HM til Rússlands og Katar,“ sagði Victor Montagliani. Montagliani hefur verið forseti Concacaf, Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku, síðan í maí. Spillingin hefur verið hvað mest innan hans álfusambands. Forverar hans í formannsstólnum, Jeffrey Webb og Alfredo Hawit, voru báðir settir í bann eftir rannsókn á spillingu innan veggja FIFA.
Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira