Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Snæfell 96-65 | ÍR-ingar byrja tímabilið með látum Kristinn Páll Teitsson í Hertz-hellinum skrifar 6. október 2016 21:00 Sveinbjörn Claessen les yfir sínum mönnum í ÍR. vísir/getty ÍR-ingar byrjuðu tímabilið í Dominos-deild karla með látum en Breiðhyltingar unnu í kvöld stórsigur 96-65 á Snæfell á heimavelli. Snæfell náði að halda í við ÍR framan af en í seinni hálfleik voru ÍR-ingar einfaldlega mun sterkari. Liðin áttu það sameiginlegt að þeim var spáð erfiðu gengi í vetur í árlegri spá forráðamanna og fyrirliða. Snæfell bætti við sig leikmanni í dag, Sefton Barrett, og kom hinn 32 árs gamli Barrett beint inn í liðið en hann átti skínandi leik strax á fyrsta degi. Snæfell byrjaði leikinn betur og leiddi framan af. Gestirnir dreifðu stigaskoruninni vel og náðu fimm stiga forskoti í 17-12 en þá tóku Breiðhyltingar völdin. Náðu þeir 23-19 forskoti undir lok fyrsta leikhluta og héldu þeir áfram að stýra leiknum með varnarleiknum í upphafi annars leikhluta. Barrett bar sóknarleik Snæfells á herðum sér í öðrum leikhluta og hélt gestunum inn í leiknum á meðan ÍR-ingar bættu við forskotið. Breiðhyltingar leiddu með 13 stigum í hálfleik 50-37 Barrett virtist einfaldlega verða bensínlaus í þriðja leikhluta og um leið féll sóknarleikur Snæfells niður. Náði Snæfell að halda í við ÍR framan af í þriðja leikhluta en á lokamínútum leikhlutans og í upphafi fjórða leikhluta gerði ÍR út um leikinn. Náðu Breiðhyltingar 23 stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta og héldu þeir öruggu forskoti allt til loka leiksins. Matthew Hunter átti góðan leik í ÍR-treyjunni með 30 stig en Matthías Orri Sigurðarson bætti við 14 stigum. Í liði Snæfells var það títtnefndur Barrett sem var stigahæstur með 27 stig ásamt því að taka 14 fráköst.Tölfræði leiks: ÍR-Snæfell 96-65 (23-19, 27-18, 20-18, 26-10)ÍR: Matthew Hunter 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 14/7 fráköst, Kristinn Marinósson 13, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 8, Hjalti Friðriksson 8/7 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Sveinbjörn Claessen 4, Stefán Karel Torfason 2, Daði Berg Grétarsson 2, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Trausti Eiríksson 0/5 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 27/14 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 14, Andrée Fares Michelsson 6, Árni Elmar Hrafnsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4/6 fráköst, Maciej Klimaszewski 4, Jón Páll Gunnarsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2/5 fráköst, Rúnar Þór Ragnarsson 2. Textalýsingu blaðamanns af vellinum má sjá hér fyrir neðan. Sveinbjörn: Verður ekkert djöfulsins metnaðarleysi í Breiðholtinu í vetur„Snæfell er ekki með sterkasta liðið í deildinni en það þarf að klára svona leiki og við gerðum það í kvöld,“ sagði Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, sáttur að leikslokum. „Við lentum í smá erfiðleikum í byrjun, við erum enn að slípa okkur saman í fyrsta leik vetrarins en þetta hafðist og gott betur.“ Sveinbjörn hrósaði Barrett eftir leikinn en sagði Breiðhyltinga þurfa að gera betur í varnarleiknum. „Þetta er hörku, hörku leikmaður en við áttum að gera mun betur á hann. Hann fer alltaf á aðra hliðina en hann stóð sig vel í kvöld.“ Sveinbjörn sagði ekki skorta metnað í að bæta árangur síðasta veturs í ár. „Voru það ekki snillingarnir í Körfuboltakvöldi sem töluðu um metnaðarleysi í ÍR? Við höfum afsannað það í sumar með þessum leikmönnum sem við bættum við,“ sagði Sveinbjörn og bætti við: „Við erum búnir að æfa vel í sumar og ætlum okkur stóra hluti í vetur. Hvað úr því verður kemur í ljós en það verður ekkert djöfulsins metnaðarleysi í Breiðholtinu í vetur.“ Ingi Þór: Lærir ekki að spila með liðsfélögunum í flugvélinni„Ég tek margt jákvætt úr þessu, við héldum í við þá í byrjun og svo kom í ljós hvort liðið er meira tilbúið,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að leikslokum í kvöld. „Það sást að ÍR er komið lengra á veg og fengu framlag úr fleiri áttum. Okkur vantar að komast í betra stand, til dæmis þekkjum við Kanann okkar lítið sem ekkert.“ Ingi hrósaði nýjast liðsmanni Snæfells, Sefton Barrett sem var á köflum frábær í kvöld en hann kom til landsins í dag. „Hann er flottur leikmaður og við þurfum bara að læra hvernig á að vinna með honum, þreifa aðeins á honum. Vita hvar hann nýtist okkur best og hann þarf að læra inn á strákanna. Þessir hlutir lærast ekki í flugvélinni á leiðinni.“ Ingi sagðist vilja sjá leikmenn Snæfells berjast fyrir hverju stigi í vetur. „Það eina sem ég geri kröfur til er að menn leggi sig fram. Við vorum að reyna í dag og framan af spiluðum við ljómandi vel en það dróg af okkur. Ég ber mikla virðingu fyrir því að strákarnir séu að reyna og ef þú skilur allt eftir á gólfinu get ég ekki farið fram á meira.“ Borce: Sagði strákunum að vanmeta ekki Snæfell„Við vorum ákveðnir í að ná sigri strax í fyrstu umferð og ég lagði ríka áherslu á að strákarnir myndu ekki vanmeta Snæfell fyrir kvöldið,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sáttur að leikslokum í kvöld. „Fólk hefur ekki trú á Snæfellsliðinu en Ingi þurfti að safna liði nokkrum dögum fyrir mót svo við vissum að þeir myndu lenda í vandræðum.“ Borce sagði ýmsa hluti geta farið betur þrátt fyrir stórsigur. „Við þurfum að herða varnarleikinn, berjast fyrir fráköstum betur og ég veit að við munum spila betur síðar meir. Liðsbreiddin var það sem skilaði sigrinum í kvöld og við getum vonandi nýtt allan hópinn í næstu leikjum.“ Hann sagði að það hefði verið erfitt að undirbúa liðið án upplýsinga um nýjasta leikmann Snæfells. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við förum nokkuð blint inn í leik um leikmann liðs. Hann kom bara í gær, við fundum einhverjar upplýsingar en okkur gekk illa að stöðva hann,“ sagði Borce.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
ÍR-ingar byrjuðu tímabilið í Dominos-deild karla með látum en Breiðhyltingar unnu í kvöld stórsigur 96-65 á Snæfell á heimavelli. Snæfell náði að halda í við ÍR framan af en í seinni hálfleik voru ÍR-ingar einfaldlega mun sterkari. Liðin áttu það sameiginlegt að þeim var spáð erfiðu gengi í vetur í árlegri spá forráðamanna og fyrirliða. Snæfell bætti við sig leikmanni í dag, Sefton Barrett, og kom hinn 32 árs gamli Barrett beint inn í liðið en hann átti skínandi leik strax á fyrsta degi. Snæfell byrjaði leikinn betur og leiddi framan af. Gestirnir dreifðu stigaskoruninni vel og náðu fimm stiga forskoti í 17-12 en þá tóku Breiðhyltingar völdin. Náðu þeir 23-19 forskoti undir lok fyrsta leikhluta og héldu þeir áfram að stýra leiknum með varnarleiknum í upphafi annars leikhluta. Barrett bar sóknarleik Snæfells á herðum sér í öðrum leikhluta og hélt gestunum inn í leiknum á meðan ÍR-ingar bættu við forskotið. Breiðhyltingar leiddu með 13 stigum í hálfleik 50-37 Barrett virtist einfaldlega verða bensínlaus í þriðja leikhluta og um leið féll sóknarleikur Snæfells niður. Náði Snæfell að halda í við ÍR framan af í þriðja leikhluta en á lokamínútum leikhlutans og í upphafi fjórða leikhluta gerði ÍR út um leikinn. Náðu Breiðhyltingar 23 stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta og héldu þeir öruggu forskoti allt til loka leiksins. Matthew Hunter átti góðan leik í ÍR-treyjunni með 30 stig en Matthías Orri Sigurðarson bætti við 14 stigum. Í liði Snæfells var það títtnefndur Barrett sem var stigahæstur með 27 stig ásamt því að taka 14 fráköst.Tölfræði leiks: ÍR-Snæfell 96-65 (23-19, 27-18, 20-18, 26-10)ÍR: Matthew Hunter 30/8 fráköst/6 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 14/7 fráköst, Kristinn Marinósson 13, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 8, Hjalti Friðriksson 8/7 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Sveinbjörn Claessen 4, Stefán Karel Torfason 2, Daði Berg Grétarsson 2, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Trausti Eiríksson 0/5 fráköst.Snæfell: Sefton Barrett 27/14 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 14, Andrée Fares Michelsson 6, Árni Elmar Hrafnsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4/6 fráköst, Maciej Klimaszewski 4, Jón Páll Gunnarsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2/5 fráköst, Rúnar Þór Ragnarsson 2. Textalýsingu blaðamanns af vellinum má sjá hér fyrir neðan. Sveinbjörn: Verður ekkert djöfulsins metnaðarleysi í Breiðholtinu í vetur„Snæfell er ekki með sterkasta liðið í deildinni en það þarf að klára svona leiki og við gerðum það í kvöld,“ sagði Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, sáttur að leikslokum. „Við lentum í smá erfiðleikum í byrjun, við erum enn að slípa okkur saman í fyrsta leik vetrarins en þetta hafðist og gott betur.“ Sveinbjörn hrósaði Barrett eftir leikinn en sagði Breiðhyltinga þurfa að gera betur í varnarleiknum. „Þetta er hörku, hörku leikmaður en við áttum að gera mun betur á hann. Hann fer alltaf á aðra hliðina en hann stóð sig vel í kvöld.“ Sveinbjörn sagði ekki skorta metnað í að bæta árangur síðasta veturs í ár. „Voru það ekki snillingarnir í Körfuboltakvöldi sem töluðu um metnaðarleysi í ÍR? Við höfum afsannað það í sumar með þessum leikmönnum sem við bættum við,“ sagði Sveinbjörn og bætti við: „Við erum búnir að æfa vel í sumar og ætlum okkur stóra hluti í vetur. Hvað úr því verður kemur í ljós en það verður ekkert djöfulsins metnaðarleysi í Breiðholtinu í vetur.“ Ingi Þór: Lærir ekki að spila með liðsfélögunum í flugvélinni„Ég tek margt jákvætt úr þessu, við héldum í við þá í byrjun og svo kom í ljós hvort liðið er meira tilbúið,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, að leikslokum í kvöld. „Það sást að ÍR er komið lengra á veg og fengu framlag úr fleiri áttum. Okkur vantar að komast í betra stand, til dæmis þekkjum við Kanann okkar lítið sem ekkert.“ Ingi hrósaði nýjast liðsmanni Snæfells, Sefton Barrett sem var á köflum frábær í kvöld en hann kom til landsins í dag. „Hann er flottur leikmaður og við þurfum bara að læra hvernig á að vinna með honum, þreifa aðeins á honum. Vita hvar hann nýtist okkur best og hann þarf að læra inn á strákanna. Þessir hlutir lærast ekki í flugvélinni á leiðinni.“ Ingi sagðist vilja sjá leikmenn Snæfells berjast fyrir hverju stigi í vetur. „Það eina sem ég geri kröfur til er að menn leggi sig fram. Við vorum að reyna í dag og framan af spiluðum við ljómandi vel en það dróg af okkur. Ég ber mikla virðingu fyrir því að strákarnir séu að reyna og ef þú skilur allt eftir á gólfinu get ég ekki farið fram á meira.“ Borce: Sagði strákunum að vanmeta ekki Snæfell„Við vorum ákveðnir í að ná sigri strax í fyrstu umferð og ég lagði ríka áherslu á að strákarnir myndu ekki vanmeta Snæfell fyrir kvöldið,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sáttur að leikslokum í kvöld. „Fólk hefur ekki trú á Snæfellsliðinu en Ingi þurfti að safna liði nokkrum dögum fyrir mót svo við vissum að þeir myndu lenda í vandræðum.“ Borce sagði ýmsa hluti geta farið betur þrátt fyrir stórsigur. „Við þurfum að herða varnarleikinn, berjast fyrir fráköstum betur og ég veit að við munum spila betur síðar meir. Liðsbreiddin var það sem skilaði sigrinum í kvöld og við getum vonandi nýtt allan hópinn í næstu leikjum.“ Hann sagði að það hefði verið erfitt að undirbúa liðið án upplýsinga um nýjasta leikmann Snæfells. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við förum nokkuð blint inn í leik um leikmann liðs. Hann kom bara í gær, við fundum einhverjar upplýsingar en okkur gekk illa að stöðva hann,“ sagði Borce.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira