Björn Bergmann og Ögmundur byrja gegn Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. október 2016 17:30 Björn Bergmann Sigurðarson byrjar í sínum öðrum landsleik fyrir A-landslið Íslands. vísir/vilhelm Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Sport Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Handbolti „Þvílík vika“ hjá Andreu Sport Fleiri fréttir Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Finnlandi klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2018. Þetta er annar landsleikur Björns á ferlinum. Skagamaðurinn 25 ára gamli spilaði sex mínútur fyrir íslenska landsliðið á móti Kýpur í lokaumferð undankeppni EM 2012 í september 2011 þegar hann kom inn á sem varamaður. Síðan þá hefur hann ekki gefið kost á sér og ekki haft áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. Vísir fjallaði um feril hans í síðustu viku og má lesa meira um það hér.Sjá einnig:Björn Bergmann: Pabbi fékk örugglega kökk í hálsinn Björn Bergmann var óvænt valinn í hópinn í síðustu viku eftir að Heimir Hallgrímsson bað hann um að endurskoða hug sinn. Framherjinn kraftmikli hefur verið að spila vel með Molde í Noregi og þá er skortur á framherjum vegna meiðsla Kolbeins Sigþórssonar og Jóns Daða Böðvarssonar. Kolbeinn er ekki í hópnum vegna meiðsla og Jón Daði hefur einnig verið tæpur. Viðar Örn Kjartansson þarf að sætta sig við að sitja áfram á bekknum en Alfreð Finnbogason er við hlið Björns Bergmanns í framlínunni. Alfreð skoraði í síðasta mótsleik Íslands gegn Úkraínu ytra þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, er ekki með í kvöld sem eru slæm tíðindi en Hannes hefur verið tæpur vegna meiðsla í læri. Ögmundur Kristinsson, markvörður Hammarby í Svíþjóð, tekur hans stöðu að vanda. Annars er ekkert óvænt í byrjunarliðinu. Vísir er með beina lýsingu frá leiknum sem má finna hér.Byrjunarliðið gegn Finnlandi í kvöld.graf/garðarByrjunarlið Íslands: Ögmundur Kristinsson - Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason - Björn Bergmann Sigurðarson - Alfreð Finnbogason
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Sport Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Handbolti „Þvílík vika“ hjá Andreu Sport Fleiri fréttir Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45