Gylfi man nákvæmlega hvenær hann klúðraði síðast víti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 21:52 Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Gylfi Sigurðsson var að vonum afar kátur með sigurinn gegn Finnum í kvöld. Hann segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn fyllilega verðskuldaðan. „Þetta var auðvitað frábært að ná tveimur mörkunum í blálokin. Við áttum þetta skilið. Þeir voru mjög þéttir varnarlega og það var erfitt að brjóta niður vörnina hjá þeim,“ segir Gylfi. Hann hefði þó kosið að leikurinn hefði unnist fyrr svo hvíla hefði mátt leikmenn fyrir leikinn gegn Tyrkjum á sunnudag. Íslenska liðið sótti og sótti stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það vildi boltinn ekki fara inn í netið, fyrr en í uppbótartíma var komið þegar flóðgáttirnar brustu. Gylfi segir að hann hafi aðeins verið farinn að efast um að þetta myndi hafast í lokin en að karakterinn í liðinu sé það mikill að liðið geti alltaf skorað mörk fyrir rest. „Svona á 90. mínútu datt mér í hug að þetta yrði örugglega 1-2 fyrir Finnum. Við hættum samt aldrei og vissum að ef við myndum ná að pota inn einu marki. Þetta tók sinn tíma. Við vorum meira en ákveðnir í að ná í stigin þrjú en þetta var erfiðara en við bjuggumst við.“ Gylfi tekur undir það að mörkin tvö sem Ísland fékk á sig hafi verið í klaufalegri kantinum og ólík því sem leikmenn og stuðningsmenn eiga að venjast miðað við spilamennsku liðsins undanfarin 4-5 ár. Þeir hafi sofnað á verðinum en að þetta muni efla liðið enn frekar í að standa sig betur í næsta leik. Athygli vakti að Gylfi klúðraði víti sem er ekki algengt enda vandfundnar betri skyttur. Svo langt er síðan Gylfi klúðraði víti að erfitt reyndist að grafa upp hvenær það gerðist síðast í leik. Gylfi sjálfur var þó alveg með það á hreinu. „Það var gegn Sheffield United í Championship-deildinni með Reading fyrir sex árum,“ segir Gylfi en sá leikur fór fram í janúar 2010 og varði Mark Bunn frá Gylfa. Ljóst er þó að Gylfi lætur þetta sig ekki mikið á sig á fá. „Þetta er nú ekki flókið. Ég skaut bara í slánna og bíð eftir að taka næsta víti.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30