Geysir verðlaunað fyrir fjárfestingu í hönnun Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2016 07:00 Jóhann Guðlaugsson og hönnuðir fyrirtækisins tóku við verðlaununum fyrir hönd Geysis. Vísir/Stefán Í gær hlaut Geysir viðurkenningu á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir bestu fjárfestinguna í hönnun. Í umsögn dómnefndar um Geysi segir meðal annars að Geysir hafi fengið einhverja færustu hönnuði landsins til starfa á öllum vígstöðvum, þannig hafi fyrirtækið skilgreint mikilvægi hönnunar í öllu þróunarferli og skapað ímynd og upplifun tengda fyrirtækinu með framúrskarandi hætti. „Að fá svona verðlaun er gríðarleg viðurkenning fyrir okkur, þá fær maður klapp á bakið og staðfestingu á því að við séum að gera eitthvað rétt," segir Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, sem tók við verðlaununum í gær. „Það má segja að viðskipta konsept fyrirtækisins sem rekur Geysisbúðirnar gangi allt út á hönnun, við höfum unnið með Ernu fatahönnuði, sem má segja að sé listrænn stjórnandi í fyrirtækinu, svo höfum við unnið með Hálfdáni Péturssyni við hönnun búða okkar. Við höfum fjárfest mjög mikið í því að gera þær fallegar og styðja við konseptið." „Einar Geir Ingvarsson, grafískur hönnuður, er eiginlega auglýsingastofan okkar og kemur að öllu varðandi hönnun á auglýsingum og pakkningum og annað slíkt. Þetta er svo allt unnið í teymisvinnu innanhúss. Allt okkar konsept gengur út á metnaðarfulla hönnun, að minnsta kosti reynum við það. Þetta þarf allt að tala saman og ef einn hlekkur er brotinn þá virkar keðjann ekki," segir Jóhann. Verðlaun fyrir fjárfestingu í hönnun voru fyrst veitt í fyrra en þá hlaut stoðtækjafyrirtækið Össur þau. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar segist hafa viljað heiðra þá aðila sem taka stór og eftirtektaverð skref í þessa átt. „Þarna erum við að draga fram fyrirtæki sem eru ekki endilega sýnileg öðrum, og sýna hvaða fyrirtæki eru að vinna með þessum aðferðum." Tíska og hönnun Tengdar fréttir As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16 Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. 20. nóvember 2014 19:32 Eldheimar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands Gosminjasýningin sögð miðla einstökum atburði með framúrskarandi hætti. 24. nóvember 2015 19:26 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Sjá meira
Í gær hlaut Geysir viðurkenningu á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir bestu fjárfestinguna í hönnun. Í umsögn dómnefndar um Geysi segir meðal annars að Geysir hafi fengið einhverja færustu hönnuði landsins til starfa á öllum vígstöðvum, þannig hafi fyrirtækið skilgreint mikilvægi hönnunar í öllu þróunarferli og skapað ímynd og upplifun tengda fyrirtækinu með framúrskarandi hætti. „Að fá svona verðlaun er gríðarleg viðurkenning fyrir okkur, þá fær maður klapp á bakið og staðfestingu á því að við séum að gera eitthvað rétt," segir Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, sem tók við verðlaununum í gær. „Það má segja að viðskipta konsept fyrirtækisins sem rekur Geysisbúðirnar gangi allt út á hönnun, við höfum unnið með Ernu fatahönnuði, sem má segja að sé listrænn stjórnandi í fyrirtækinu, svo höfum við unnið með Hálfdáni Péturssyni við hönnun búða okkar. Við höfum fjárfest mjög mikið í því að gera þær fallegar og styðja við konseptið." „Einar Geir Ingvarsson, grafískur hönnuður, er eiginlega auglýsingastofan okkar og kemur að öllu varðandi hönnun á auglýsingum og pakkningum og annað slíkt. Þetta er svo allt unnið í teymisvinnu innanhúss. Allt okkar konsept gengur út á metnaðarfulla hönnun, að minnsta kosti reynum við það. Þetta þarf allt að tala saman og ef einn hlekkur er brotinn þá virkar keðjann ekki," segir Jóhann. Verðlaun fyrir fjárfestingu í hönnun voru fyrst veitt í fyrra en þá hlaut stoðtækjafyrirtækið Össur þau. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar segist hafa viljað heiðra þá aðila sem taka stór og eftirtektaverð skref í þessa átt. „Þarna erum við að draga fram fyrirtæki sem eru ekki endilega sýnileg öðrum, og sýna hvaða fyrirtæki eru að vinna með þessum aðferðum."
Tíska og hönnun Tengdar fréttir As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16 Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. 20. nóvember 2014 19:32 Eldheimar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands Gosminjasýningin sögð miðla einstökum atburði með framúrskarandi hætti. 24. nóvember 2015 19:26 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Sjá meira
As We Grow hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar.“ 6. október 2016 20:16
Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. 20. nóvember 2014 19:32
Eldheimar hljóta Hönnunarverðlaun Íslands Gosminjasýningin sögð miðla einstökum atburði með framúrskarandi hætti. 24. nóvember 2015 19:26