Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 82-91 | Stjörnusigur eftir framlengingu Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. október 2016 20:30 Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. vísir/anton Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira