Körfubolti

Hörður Axel: Byrja bara á þessum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hörður Axel er kominn aftur í Domino's deildina.
Hörður Axel er kominn aftur í Domino's deildina. vísir/bára dröfn
Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði sinn fyrsta leik hér á landi eftir nokkur ár í atvinnumennsku en hann átti góðan leik með Keflavík í sigrinum á Njarðvík í kvöld.

„Það er ekkert skemmtilegra en að spila í þessum grannaslag og frábært að ná að vinna leikinn,“ sagði Hörður Axel eftir leikinn en hann fékk félagaskipti í dag eftir að samningi hans við lið í Grikklandi var rift.

Hann segir þó óvíst hvað taki við og hvort að hann sé aftur á leið utan í atvinnumennsku nú.

„Við byrjum bara á þessum leik. Við unnum hann og það er það sem skiptir máli fyrir mig núna. Við sjáum svo hvað setur,“ sagði Hörður Axel.

„Mér leið vel inni á vellinum og það er yndislegt að fá að spila fyrir Keflavík. Það eru hörkuflottir strákar í liðinu og þetta var mjög gaman.“

Hann segir eðlilegt að það sé smá skrekkur í mönnum í upphafi tímabils.

„Við vorum svolítið flatir í upphafi en gerðum svo nóg til að vinna gott lið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×