Titillinn aftur í Garðabæinn: Stjarnan Íslandsmeistari 2016 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 17:45 Það var gleðistund á Samsung-vellinum í kvöld. vísir/eyþór Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2016 eftir að hafa unnið 4-0 sigur á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Breiðablik var eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum fyrir leiki dagsins en Blikar töpuðu í kvöld fyrir Val, 1-0. Blikar töpuðu þar með sínum fyrsta leik í sumar. Sigur Stjörnunnar var svo sannarlega verðskuldaður en liðið var þó lengi að brjóta ísinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði það loks undir lok fyrri hálfleiks er hún nýtti sér mistök í vörn FH-inga og skoraði með skalla. Stjörnukonur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoruðu báðar á fyrsta stundarfjórðungnum og gerði Stjarnan þar með út um leikinn. Katrín lagði upp bæði þessi mörk og skoraði svo fjórða mark Stjörnunnar með góðu skoti á 74. mínútu. Hún var nálægt því að skora þriðja mark sitt í leiknum en þrennan verður að bíða betri tíma. Jeannette Williams átti góðan leik í marki FH þrátt fyrir að hafa fengið að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin marki. En úti á velli voru yfirburðir Íslandsmeistaranna algerir og fögnuðu Stjörnustúlkur vel og innilega í leikslok, eins og vera ber. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar á síðustu sex tímabilum. Liðið varð fyrst Íslandsmeistari árið 2011 og vann svo tvö ár í röð, 2013 og 2014. Blikar urðu hins vegar meistarar í fyrra.Íslandsmeistarar Stjörnunnar 2016.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2016 eftir að hafa unnið 4-0 sigur á FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Breiðablik var eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum fyrir leiki dagsins en Blikar töpuðu í kvöld fyrir Val, 1-0. Blikar töpuðu þar með sínum fyrsta leik í sumar. Sigur Stjörnunnar var svo sannarlega verðskuldaður en liðið var þó lengi að brjóta ísinn. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði það loks undir lok fyrri hálfleiks er hún nýtti sér mistök í vörn FH-inga og skoraði með skalla. Stjörnukonur héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik en Lára Kristín Pedersen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoruðu báðar á fyrsta stundarfjórðungnum og gerði Stjarnan þar með út um leikinn. Katrín lagði upp bæði þessi mörk og skoraði svo fjórða mark Stjörnunnar með góðu skoti á 74. mínútu. Hún var nálægt því að skora þriðja mark sitt í leiknum en þrennan verður að bíða betri tíma. Jeannette Williams átti góðan leik í marki FH þrátt fyrir að hafa fengið að hirða boltann fjórum sinnum úr eigin marki. En úti á velli voru yfirburðir Íslandsmeistaranna algerir og fögnuðu Stjörnustúlkur vel og innilega í leikslok, eins og vera ber. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar á síðustu sex tímabilum. Liðið varð fyrst Íslandsmeistari árið 2011 og vann svo tvö ár í röð, 2013 og 2014. Blikar urðu hins vegar meistarar í fyrra.Íslandsmeistarar Stjörnunnar 2016.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira