Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍBV 1-1 | Eyjamenn hólpnir eftir jafntefli í Krikanum Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar 1. október 2016 16:30 Kristján Flóki Finnbogason, framherji FH. vísir/eyþór Íslandsmeistarar FH luku tímabilinu í Pepsi-deild karla á að gera 1-1 jafntefli við ÍBV í Kaplakrika í dag. Devon Már Griffin kom ÍBV yfir með góðu marki á 53. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin úr víti þegar skammt var til leiksloka. ÍBV var svo gott sem hólpið fyrir leikinn og úrslitin höfðu því litla þýðingu. FH-ingar með besta liðið á Íslandi annað árið í röð.Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Eyjamenn sýndu mikinn baráttuhug og gáfu FH-ingum fá færi til að skora. Liðið varðist vel sem heild og því voru Íslandsmeistararnir í bölvuðum vandræðum. Það verður að segjast að FH hefur ekki náð að gíra sig upp í síðustu tvo leiki eftir að liðið tryggði sér titilinn og kannski erfitt að spila þegar ekkert er undir og efsta sætið þeirra. ÍBV átti sannarlega skilið að fá stig út úr þessum annars bragðdaufa leik.Hverjir stóðu upp úr ?Avni Pepa stýrði varnarleik Eyjamanna eins og herforingi og átti frábæran leik í dag. Devon Már Griffin var einnig góður og skoraði hann mark ÍBV. Hjá FH var Emil Pálsson öflugur inni á miðjunni og Gunnar enn einu sinni góður í markinu.Hvað gekk vel ?Varnarleikur ÍBV gekk mjög vel og var liðið óheppið að fá á sig mark úr vítaspyrnunni. Þetta var í heildina mjög dapur fótboltaleikur þar sem fátt gekk upp. Atli Viðar: Mér er alveg sama um þessa umræðu, ég er ÍslandsmeistariAtli Viðar Björnsson í leik með FH.Vísir/Stefán„Þetta er titill númer átta,“ segir Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, eftir leikinn en hann er búinn að vera með liðinu í öllum Íslandsmeistaratitlum FH í sögunni. „Þetta er alltaf góð tilfinning og við erum að mínu mati verðugir Íslandsmeistarar, þó það hafi verið lítill glans yfir þessu hér í dag.“ Sumir hafa talað um að FH hafi aldrei náð sér almennilega á strik á tímabilinu og farið í gegnum þetta mót í þriðja gír. „Persónulega er mér alveg sama um þá umræðu. Ég er Íslandsmeistari í dag og ég er hæstánægður með það. Ég held aftur á móti að þessi umræða komi til vegna þess að við erum ekki að skora eins mikið af mörkum og við höfum verið að gera. Varnarlega höfum við verið frábærir.“ Atli segist ekki vita hvað hann geri á næsta tímabili. „Samningurinn minn við FH er að renna út núna og ég veit ekki hvað gerist næst. Ég er ekkert alveg á því að hætta í fótbolta en þetta kemur bara í ljóst.“ Ian Jeffs: Þessi þjálfaraskipti á miðju tímabili eru svo leiðinlegÞað var bongóblíða í Garðabænum í kvöld sem stríddi Jeffs.Vísir/Ernir„Mér fannst við spila mjög vel í dag og mér fannst FH fá smá hjálp í dag til að ná í þetta stig,“ segir Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við vorum þéttir allan leikinn og mjög góðir varnarlega sem lið og komum með nokkrar hættulegar skyndisóknir.“ Jeffs tók við liðnu í sumar eftir að Bjarni Jóhannsson hætti skyndilega með það. „Þetta er svo leiðinlegt hjá okkur, við erum alltaf að skipta um þjálfara á miðju tímabili. Við ákváðum bara að taka einn leik fyrir í einu og greina alltaf andstæðingana mjög vel. Leikmennirnir eru alltaf að leggja allt í alla leiki og ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið.“ Jeffs veit ekki hvort hann haldi áfram í þessari stöðu. „Það var bara talað um að við myndum klára tímabilið og annað á bara eftir að koma í ljós.“ „Mér líður frábærlega og þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Þegar maður hefur kynnst þessari sigurtilfinningu, þá vill maður viðhalda henni og það gekk upp í sumar.“ Heimir var nú nokkuð sáttur að ná inn jöfnunarmarkinu í dag svo að liðið myndi ekki tapa lokaleiknum. „Við spiluðum ekki vel hér í dag og það vantaði að menn væru að leggja sig fram í leiknum og hafa svolítið gaman af þessu. Við ætluðum greinilega að komast eins þægilega í gegnum þetta eins og við gátum. Við náðum að jafna leikinn og markið lætur þetta líta aðeins betur út en við hefðum viljað fá sigur.“ Heimir segir að FH-liðið hafi kannski stundum spilað betur en á þessu tímabili. „Við erum mjög verðskuldaðir sigurvegarar og svo förum við bara inn í veturinn á jákvæðu nótunum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH luku tímabilinu í Pepsi-deild karla á að gera 1-1 jafntefli við ÍBV í Kaplakrika í dag. Devon Már Griffin kom ÍBV yfir með góðu marki á 53. mínútu en Steven Lennon jafnaði metin úr víti þegar skammt var til leiksloka. ÍBV var svo gott sem hólpið fyrir leikinn og úrslitin höfðu því litla þýðingu. FH-ingar með besta liðið á Íslandi annað árið í röð.Af hverju fór leikurinn jafntefli ?Eyjamenn sýndu mikinn baráttuhug og gáfu FH-ingum fá færi til að skora. Liðið varðist vel sem heild og því voru Íslandsmeistararnir í bölvuðum vandræðum. Það verður að segjast að FH hefur ekki náð að gíra sig upp í síðustu tvo leiki eftir að liðið tryggði sér titilinn og kannski erfitt að spila þegar ekkert er undir og efsta sætið þeirra. ÍBV átti sannarlega skilið að fá stig út úr þessum annars bragðdaufa leik.Hverjir stóðu upp úr ?Avni Pepa stýrði varnarleik Eyjamanna eins og herforingi og átti frábæran leik í dag. Devon Már Griffin var einnig góður og skoraði hann mark ÍBV. Hjá FH var Emil Pálsson öflugur inni á miðjunni og Gunnar enn einu sinni góður í markinu.Hvað gekk vel ?Varnarleikur ÍBV gekk mjög vel og var liðið óheppið að fá á sig mark úr vítaspyrnunni. Þetta var í heildina mjög dapur fótboltaleikur þar sem fátt gekk upp. Atli Viðar: Mér er alveg sama um þessa umræðu, ég er ÍslandsmeistariAtli Viðar Björnsson í leik með FH.Vísir/Stefán„Þetta er titill númer átta,“ segir Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, eftir leikinn en hann er búinn að vera með liðinu í öllum Íslandsmeistaratitlum FH í sögunni. „Þetta er alltaf góð tilfinning og við erum að mínu mati verðugir Íslandsmeistarar, þó það hafi verið lítill glans yfir þessu hér í dag.“ Sumir hafa talað um að FH hafi aldrei náð sér almennilega á strik á tímabilinu og farið í gegnum þetta mót í þriðja gír. „Persónulega er mér alveg sama um þá umræðu. Ég er Íslandsmeistari í dag og ég er hæstánægður með það. Ég held aftur á móti að þessi umræða komi til vegna þess að við erum ekki að skora eins mikið af mörkum og við höfum verið að gera. Varnarlega höfum við verið frábærir.“ Atli segist ekki vita hvað hann geri á næsta tímabili. „Samningurinn minn við FH er að renna út núna og ég veit ekki hvað gerist næst. Ég er ekkert alveg á því að hætta í fótbolta en þetta kemur bara í ljóst.“ Ian Jeffs: Þessi þjálfaraskipti á miðju tímabili eru svo leiðinlegÞað var bongóblíða í Garðabænum í kvöld sem stríddi Jeffs.Vísir/Ernir„Mér fannst við spila mjög vel í dag og mér fannst FH fá smá hjálp í dag til að ná í þetta stig,“ segir Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við vorum þéttir allan leikinn og mjög góðir varnarlega sem lið og komum með nokkrar hættulegar skyndisóknir.“ Jeffs tók við liðnu í sumar eftir að Bjarni Jóhannsson hætti skyndilega með það. „Þetta er svo leiðinlegt hjá okkur, við erum alltaf að skipta um þjálfara á miðju tímabili. Við ákváðum bara að taka einn leik fyrir í einu og greina alltaf andstæðingana mjög vel. Leikmennirnir eru alltaf að leggja allt í alla leiki og ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið.“ Jeffs veit ekki hvort hann haldi áfram í þessari stöðu. „Það var bara talað um að við myndum klára tímabilið og annað á bara eftir að koma í ljós.“ „Mér líður frábærlega og þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í dag. „Þegar maður hefur kynnst þessari sigurtilfinningu, þá vill maður viðhalda henni og það gekk upp í sumar.“ Heimir var nú nokkuð sáttur að ná inn jöfnunarmarkinu í dag svo að liðið myndi ekki tapa lokaleiknum. „Við spiluðum ekki vel hér í dag og það vantaði að menn væru að leggja sig fram í leiknum og hafa svolítið gaman af þessu. Við ætluðum greinilega að komast eins þægilega í gegnum þetta eins og við gátum. Við náðum að jafna leikinn og markið lætur þetta líta aðeins betur út en við hefðum viljað fá sigur.“ Heimir segir að FH-liðið hafi kannski stundum spilað betur en á þessu tímabili. „Við erum mjög verðskuldaðir sigurvegarar og svo förum við bara inn í veturinn á jákvæðu nótunum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira