Gæslan kvaddi goðsögn í lifanda lífi Una Sighvatsdóttir skrifar 30. september 2016 21:00 Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég." Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég."
Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira