Lokaorrustan er í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2016 08:00 Breiðablik og Fjölnir mætast í sannkölluðum Evrópuslag á Kópavogsvelli. vísir/hanna Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Það ræðst í dag, laugardag, hvaða lið fara í Evrópukeppni á næsta ári og hvaða lið kveðja Pepsi-deildina þegar lokaumferðin verður spiluð í heild sinni. Þrír risastórir leikir eru á dagskrá auk bikarlyftingar í Hafnarfirði og verða allir fjórir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Það er bæting á meti frá því í síðustu umferð þegar þrír leikir voru í beinni á sama tíma. Hart er barist um Evrópusætin þar sem fjögur lið eygja von um að komast að enda regnbogans og finna 26 milljóna króna gullpottinn sem í boði er fyrir að taka þátt í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn eru í verstu stöðunni í fallbaráttunni en þrjú lið eiga tölfræðilega möguleika á að falla. Ólsarar eru ekki í góðri stöðu en Eyjamenn fóru langt með að bjarga sér í síðustu umferð þó ÍBV geti enn tölfræðilega fallið.grafík/fréttablaðiðStig er dauðadómur í KópavogiBreiðablik og Fjölnir eru einu liðin sem mætast innbyrðis í Evrópubaráttunni. Fjölnir er að kasta frá sér fyrsta Evrópusætinu í sögu félagsins en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og þarf á sigri að halda í Kópavoginum til að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það hjálpar Fjölnismönnum að Blikar eru ekkert sérstakir á heimavelli. Þar eru þeir aðeins búnir að vinna fjóra af tíu leikjum sínum og ekki skora nema níu mörk. Aftur á móti eru Blikar aðeins búnir að tapa þremur leikjum á Kópavogsvelli. Bæði lið þurfa að sækja til sigurs því eitt stig á kjaft gæti orðið dauðadómur. Geri liðin jafntefli og Stjarnan og KR vinna sína leiki gegn liðum í fallbaráttunni ganga bæði lið svekkt af velli í Kópavogi í dag á meðan fagnað verður í Garðabæ og í vesturbæ Reykjavíkur. Breiðablik vann fyrri leik liðanna, 3-0, en Fjölnismönnum hefur gengið illa í stórum leikjum á tímabilinu og tapað síðustu tveimur. Evrópu- og fallleikir Stjarnan er í bestu stöðunni þegar kemur að Evrópubaráttunni. Liðið virtist ekki líklegt til neins fyrir nokkrum vikum þegar allt var í volli í Garðabænum en nú er liðið það næstheitasta í deildinni; búið að vinna þrjá leiki í röð á hárréttum tíma. Stjarnan fær Ólsara í heimsókn sem eru að berjast fyrir lífi sínu en Ólafsvíkingar verða án fjögurra byrjunarliðsmanna í Garðabænum í dag og munar um minna. Ólsarar verða með hugann við leikinn í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Fylki. Þar þurfa Fylkismenn ekkert minna en sigur til að halda sæti sínu í deildinni. Fylkir er tveimur stigum á eftir Ólsurum í baráttunni um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni. Fylkir gæti ekki óskað sér verri mótherja en KR því lærisveinar Willums Þórs Þórssonar eru þeir heitustu í deildinni. KR er búið að vinna fjóra leiki í röð og stefnir hraðbyri á Evrópusæti. Vesturbæjarliðið þarf aðeins að treysta á að ein úrslit falli með þeim úr annaðhvort leik Stjörnunnar og Ólsara eða Breiðabliks og Fjölnis til að komast í Evrópu að því gefnu að KR vinni sinn leik. Eyjamenn geta andað rólega þó að tölfræðilega geti liðið enn fallið. ÍBV þarf að tapa fyrir FH í lokaumferðinni og Fylkir að vinna KR auk þess sem Árbæingar þurfa níu marka sveiflu til að senda ÍBV niður og það gerist bara ef Ólsarar vinna.grafík/fréttablaðiðBikarlyfting í Hafnarfirði FH er orðið meistari og lyftir nýjum Íslandsbikar eftir leikinn gegn ÍBV í Kaplakrika í dag. Búið er að skipta út bikurunum sem notast var við frá 1997-2016. Valur og ÍA mætast á Hlíðarenda og fallnir Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Víkingar geta bætt stigamet sitt með sigri ef þeir komast í 32 stig. Metið er 30 stig en Víkingar komust í Evrópu á þeim stigafjölda fyrir tveimur árum. Nú verða 38 stig það sem dugar væntanlega til að komast í Evrópukeppni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira