Lífið

Gulli Briem fagnar plötunni Liberté

Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar
Arnar Guðjónsson. Magnus Johannesen, Gunnlaugur Briem og Jökull Jörgensen.
Arnar Guðjónsson. Magnus Johannesen, Gunnlaugur Briem og Jökull Jörgensen.
Hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Earth Affair, fagnar útgáfu plötunnar Liberté sem kom út nýlega, með glæsilegum útgáfutónleikum í Gamla bíói 20. október.

Þetta er þriðja sólóverkefni Gulla, en hann semur megnið af tónlistinni í samvinnu við Jökul Jörgensen, ljóðskáld og bassaleikara. 

Þeim til fulltingis á tónleikunum verða Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítar og Magnus Johannesen á hljómborð. Hægt er að nálgast miða á midi.is.

Hér fyrir neðan má sjá myndband við lagið Jewels Up High af Liberté.

Ath. Í Fréttablaðinu í dag stóð að tónleikarnir færu fram 20. september en hið rétta er að þeir fara fram 20. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×