Skammast yfir því að meintur hryðjuverkamaður fái aðhlynningu Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 10:45 Donald Trump og Ahmad Khan Rahami. Vísir/EPA/NYPD Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur kvartað yfir því að Ahmad Khan Rahami fái meðferð á sjúkrahúsi. Hann segir ástandið undirstrika veikleika í þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Rahami var særður í skotbardaga við lögreglu í gær, en hann er grunaður um aðild að sprengjuárásum í New York og mögulega New Jersey. 29 særðust í einni sprengingunni. Rahami hefur verið ákærður fyrir fimm manndrápstilraunir eftir að hafa skotið á lögregluþjóna og sært tvo þeirra. Á kosningafundi í Flórída í gær sagði Trump að versti hlutinn við þetta væri að „nú munum við við veita honum frábæra aðhlynningu. Einhverjir bestu læknar heimsins munu hugsa um hann.“ Hann kvartaði einnig yfir því að Rahami, sem er bandarískur ríkisborgari, myndi fá að vera á nútímalegu sjúkrahúsi og að hann myndi líklegast fá herbergisþjónustu. Trump virtist mótmæla því að ríkið myndi veita Rahami góða lögmenn til að verja sig í dómstólum. Hann sagði að málaferli gegn honum myndu taka mörg ár og að endingu yrði refsing hans ekki jafn alvarleg og hún yrði ef honum yrði refsað fyrr. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggir ríkisborgurum rétt til lögfræðiaðstoðar. Þá hefur Rahami ekki verið dæmdur fyrir glæp.Donald Trump yngri hefur valdið miklum usla á Twitter eftir að hann líkti flóttamönnum við Skittles. Á mynd sem fylgdi tístinu er þeirri spurningu velt upp hvort að fólk myndi borða úr skál af Skittles ef það vissi af því að þrjú þeirra væru eitruð. Það væri vandi Bandaríkjanna varðandi flóttafólk frá Sýrlandi í hnotskurn. Trump yngri sagði myndina segja allt sem segja þyrfti.This image says it all. Let's end the politically correct agenda that doesn't put America first. #trump2016 pic.twitter.com/9fHwog7ssN— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) September 19, 2016 Fjölmargir hafa svarað Trump og birt myndir af börnum frá Sýrlandi eða myndir af særðu fólki og segja þetta fólk ekki vera sælgæti. Einnig hefur Mars fyrirtækið, sem á framleiðendur Skittles, tjáð sig um málið. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að taka á móti um tíu þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.pic.twitter.com/VUwYKzqujc— Mars, Incorporated (@MarsGlobal) September 20, 2016 @DonaldJTrumpJr This is the equivalent of a red Skittle in your analogy. pic.twitter.com/NKvD5V07tE— Chris Jackson (@ChrisCJackson) September 19, 2016 Hey, @DonaldJTrumpJr -- These people look like Skittles to you? #Syria pic.twitter.com/OTUPeyuhC3— Kevin Eckery (@keckery) September 20, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00