Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun