Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira