Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira