Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2016 07:00 Aðfaranótt þriðjudags munu tveir fylgismestu forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum etja kappi í kappræðum. Ljóst er að frambjóðendurnir, Donald Trump úr röðum Repúblikana og Hillary Clinton úr röðum Demókrata, þurfa að standa sig vel enda getur fylgi frambjóðenda aukist verulega eftir góða frammistöðu. Það sást síðast þegar þriðju kappræðurnar á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Repúblikanans Mitts Romney svo gott sem tryggðu Obama sigur í kosningunum. Samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight getur sigurvegarinn átt von á um þriggja prósentustiga fylgisaukningu. Undanfarnar vikur hefur Clinton verið með forskot á Trump, eða allt frá landsþingi Demókrata í lok júlí. Þegar mest var hafði Clinton nærri níu prósentustiga forskot en það hefur nú minnkað niður í um eitt prósentustig.Ræða um öryggi Listi yfir umræðuefni kappræðnanna var opinberaður fyrr í vikunni sem og form þeirra. Kappræðurnar munu standa yfir í níutíu mínútur, án hlés, og verður þeim skipt upp í fimmtán mínútna lotur. Þau þrjú umræðuefni sem opinberuð voru eru öryggismál, framtíðarsýn og velgengni í efnahagsmálum. Þó voru þau sett fram með þeim fyrirvara að breytingar gætu orðið ef stór fréttamál koma upp. Kappræðurnar munu fara fram í Long Island í New York-fylki. Áhorfendur verða í salnum en þeim verður ekki heimilt að klappa, fagna eða baula á frambjóðendur svo búast má við því að þögn verði í salnum.Tekur sér hléHillary Clinton hefur ákveðið að taka sér hlé frá formlegri kosningabaráttu til þess að undirbúa sig betur fyrir kappræðurnar. Hún mun einungis heimsækja tvö baráttufylki í vikunni, Flórída og Pennsylvaníu. Tíma sínum telur hún betur varið í að undirbúa sig með teymi sínu frá heimili sínu í Chappaqua í New York-fylki. Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að líklega sé hún að búa sig undir árásir Trumps á hana á grundvelli umdeildra mála. Í því samhengi eru helst nefnd vandræði hennar með tölvupóst sinn, heilsa hennar og framhjáhald Bills Clinton, eiginmanns hennar. Clinton varð uppvís að því að nota einkapóstþjón fyrir tölvupóst sinn í tíð sinni sem utanríkisráðherra sem gengur gegn reglugerðum þar sem slíkir þjónar eru ekki jafn öruggir fyrir árásum og hinir opinberu. Þá hefur heilsa hennar einnig verið vandamál en hún greindist með lungnabólgu fyrr í mánuðinum. Einnig er búist við því að hún muni snúa leik Trumps gegn honum sjálfum með beittum árásum. CNN greinir frá því að kappræðuteymi Clinton leiti að hnyttnu svari sem muni fá athygli fjölmiðla. Þá er hún sögð hafa horft á frammistöðu Trumps í forvalskappræðum Repúblikana.Hógværari TrumpDemókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Donald Trump nýti sér sviðsljósið til þess að sýna hógværari hlið á sjálfum sér. Hann muni forðast umdeild málefni líkt og loforð hans um að banna innflutning fólks frá löndum með tengsl við hryðjuverkahópa. Þótt Trump hafi ekki sagt fjölmiðlum mikið um undirbúningsferlið hefur hann deilt á fyrirkomulagið. Trump telur fjölmiðla vinna gegn sér og bað hann því um að enginn stjórnandi yrði í kappræðunum. Einungis hann og Clinton ein gegn hvort öðru á sviðinu. Þeirri tillögu var hins vegar hafnað og mun Lester Holt frá NBC stýra kappræðunum.Sanders og Clinton á kappræðusviðinu.vísir/EPAÓlíkur stíll Þeim sem hafa fylgst með kosningabaráttunni ætti ekki að koma á óvart að Trump og Clinton eru með einkar ólíkan ræðustíl. Sá stíll mun án vafa koma fram í kappræðunum líkt og hann gerði í forvalskappræðum bæði Demókrata og Repúblikana. Bæði eiga þau það þó sameiginlegt að hafa þótt bera af í flokksvalskappræðum.Hefðbundin og hófsöm Hillary Clinton fetar ekki ótroðnar slóðir í kappræðum. Hún hefur þótt yfirveguð og rökföst en ekki óhrædd við að skjóta á mótframbjóðendur sína. Líkt og sást í forvalskappræðum hennar þar sem hún atti aðallega kappi við öldungadeildarþingmanninn Bernie Sanders eru málefnin í forgangi. Þegar þau áttust við í New York í apríl ræddu þau meðal annars um lágmarkslaun. Sanders vildi hækka þau upp í 15 dali á landsvísu en Clinton andmælti því á forsendum stefnu sinnar um að hækka þau í tólf dali. Þá hefur hún einnig varið feril sinn og þau umdeildu mál sem upp hafa komið. Þegar Sanders sagði hana vanhæfa til þess að gegna embættinu vegna stuðnings hennar við Íraksstríðið svaraði hún: „Ég hef verið kölluð margt um ævina en aldrei vanhæf.“Uppnefni og slagorðDonald Trump hefur hins vegar fetað nokkuð ótroðnar slóðir. Í forvalskappræðum Repúblikana fór hann nærri aldrei í smáatriði stefnumála sinna en talaði fremur um hugsjónir og skaut fast á andstæðinga sína. Hann var gjarn á að uppnefna mótframbjóðendur. Kallaði fyrrum ríkisstjórann Jeb Bush meðal annars kraftlítinn og öldungadeildarþingmanninn Ted Cruz lygara. Óvíst er hvort hann uppnefni Clinton í kappræðunum en á kjörfundum hefur hann kallað hana „Spilltu-Hillary“. Þegar Trump hefur verið inntur eftir því hvernig hann hyggist útfæra kosningaloforð sín, meðal annars um að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó, hefur hann ekki svarað af nákvæmni. Er hann var spurður í kappræðum í febrúar út í orð Vicente Fox, fyrrum forseta Mexíkó, um að Mexíkóar muni ekki borga fyrir vegginn svaraði Trump: „Veggurinn var að hækka um tíu fet!“Eftirminnileg atvik úr kappræðumFrá því Richard Nixon og John F. Kennedy áttust við í fyrstu sjónvarpskappræðunum árið 1960 hafa kappræður verið fastur liður í sjónvarpi Bandaríkjamanna fjórða hvert ár. Í þessum fjölmörgu kappræðum hefur ýmislegt áhugavert gerst.Gerald Ford, 1976Þegar Repúblikaninn Gerald Ford, þáverandi forseti, atti kappi við Demókratann Jimmy Carter sagði hann að í sinni forsetatíð hefðu Sovétríkin engin yfirráð yfir Austur-Evrópu. Átti það eftir að reynast honum dýrkeypt þar sem fjölmiðlar fjölluðu um fátt annað næstu daga og hæddust að forsetanum en flestir vissu að ítök Sovétríkjanna á svæðinu væru mikil og varð mönnum tíðrætt um svokallað járntjald.Ronald Reagan, 1984 „Ég mun ekki gera aldur að kosningamáli. Ég ætla ekki að nýta mér æsku og reynsluleysi mótframbjóða míns í pólitískum tilgangi,“ sagði Ronald Reagan, þáverandi forseti, í kappræðum gegn Demókratanum Walter Mondale. Ummælin voru svar við spurningu um aldur hans sjálfs en Reagan var þá elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Salurinn hló að ummælunum og Mondale líka en Mondale var 56 ára og hafði þjónað sem öldungadeildarþingmaður í tólf ár og varaforseti í fjögur.Lloyd Bentsen, 1988 Ein eftirminnilegustu ummæli kappræðusögunnar voru í varaforsetaefnakappræðum á milli Lloyds Bentsen, varaforsetaefnis Demókratans Michaels Dukakis, og Dans Quayle, varaforsetaefnis George H.W. Bush. Quayle var spurður út í ungan aldur sinn, 42 ár, og hvort hann hefði nægilega reynslu til að verða forseti ef Bush félli frá. Í svari sínu minnti Quayle á að John F. Kennedy hefði verið 46 ára þegar hann varð forseti. Svaraði Bentsen þá: „Ég þjónaði undir Jack Kennedy. Ég þekkti Jack Kennedy. Jack Kennedy var vinur minn. Þingmaður, þú ert enginn Jack Kennedy.“ Við því átti Quayle fá svör og sagði: „Þetta var óþarfi.“George H.W. Bush, 1992George H.W. Bush, þáverandi forseti, vakti mikla athygli í kappræðum gegn Demókratanum Bill Clinton, þó ekki fyrir ummæli sín heldur líkamstjáningu. Þegar áhorfandi bar upp spurningu leit Bush á úrið sitt á meðan Clinton fylgdist með og hlustaði. Áhorfendum fannst þetta merki um vanvirðingu og féll fylgi Bush í kjölfar kappræðnanna en hann tapaði á endanum fyrir Clinton í kosningunum.Al Gore, 2000 Líkt og með Bush vakti frammistaða Demókratans Als Gore í kappræðum gegn Repúblikananum George W. Bush athygli vegna líkamstjáningar hans. Gore varð skotspónn fjölmiðla í kjölfar kappræðna en hann andvarpaði margoft þegar Bush svaraði spurningum kappræðustjórnanda. Andvarpið var nægilega hávært til að það heyrðist greinilega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellefu fylkja slagurinn Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio. 10. september 2016 07:00 Hillary Clinton að ná heilsu Læknir Hillary gefur út tilkynningu í kjölfar orðróma um slæmt heilsufar. 14. september 2016 23:41 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Trump við hestaheilsu Sendi frá sér heilsufarsskýrslu í dag. 15. september 2016 21:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Aðfaranótt þriðjudags munu tveir fylgismestu forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum etja kappi í kappræðum. Ljóst er að frambjóðendurnir, Donald Trump úr röðum Repúblikana og Hillary Clinton úr röðum Demókrata, þurfa að standa sig vel enda getur fylgi frambjóðenda aukist verulega eftir góða frammistöðu. Það sást síðast þegar þriðju kappræðurnar á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Repúblikanans Mitts Romney svo gott sem tryggðu Obama sigur í kosningunum. Samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight getur sigurvegarinn átt von á um þriggja prósentustiga fylgisaukningu. Undanfarnar vikur hefur Clinton verið með forskot á Trump, eða allt frá landsþingi Demókrata í lok júlí. Þegar mest var hafði Clinton nærri níu prósentustiga forskot en það hefur nú minnkað niður í um eitt prósentustig.Ræða um öryggi Listi yfir umræðuefni kappræðnanna var opinberaður fyrr í vikunni sem og form þeirra. Kappræðurnar munu standa yfir í níutíu mínútur, án hlés, og verður þeim skipt upp í fimmtán mínútna lotur. Þau þrjú umræðuefni sem opinberuð voru eru öryggismál, framtíðarsýn og velgengni í efnahagsmálum. Þó voru þau sett fram með þeim fyrirvara að breytingar gætu orðið ef stór fréttamál koma upp. Kappræðurnar munu fara fram í Long Island í New York-fylki. Áhorfendur verða í salnum en þeim verður ekki heimilt að klappa, fagna eða baula á frambjóðendur svo búast má við því að þögn verði í salnum.Tekur sér hléHillary Clinton hefur ákveðið að taka sér hlé frá formlegri kosningabaráttu til þess að undirbúa sig betur fyrir kappræðurnar. Hún mun einungis heimsækja tvö baráttufylki í vikunni, Flórída og Pennsylvaníu. Tíma sínum telur hún betur varið í að undirbúa sig með teymi sínu frá heimili sínu í Chappaqua í New York-fylki. Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að líklega sé hún að búa sig undir árásir Trumps á hana á grundvelli umdeildra mála. Í því samhengi eru helst nefnd vandræði hennar með tölvupóst sinn, heilsa hennar og framhjáhald Bills Clinton, eiginmanns hennar. Clinton varð uppvís að því að nota einkapóstþjón fyrir tölvupóst sinn í tíð sinni sem utanríkisráðherra sem gengur gegn reglugerðum þar sem slíkir þjónar eru ekki jafn öruggir fyrir árásum og hinir opinberu. Þá hefur heilsa hennar einnig verið vandamál en hún greindist með lungnabólgu fyrr í mánuðinum. Einnig er búist við því að hún muni snúa leik Trumps gegn honum sjálfum með beittum árásum. CNN greinir frá því að kappræðuteymi Clinton leiti að hnyttnu svari sem muni fá athygli fjölmiðla. Þá er hún sögð hafa horft á frammistöðu Trumps í forvalskappræðum Repúblikana.Hógværari TrumpDemókratar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Donald Trump nýti sér sviðsljósið til þess að sýna hógværari hlið á sjálfum sér. Hann muni forðast umdeild málefni líkt og loforð hans um að banna innflutning fólks frá löndum með tengsl við hryðjuverkahópa. Þótt Trump hafi ekki sagt fjölmiðlum mikið um undirbúningsferlið hefur hann deilt á fyrirkomulagið. Trump telur fjölmiðla vinna gegn sér og bað hann því um að enginn stjórnandi yrði í kappræðunum. Einungis hann og Clinton ein gegn hvort öðru á sviðinu. Þeirri tillögu var hins vegar hafnað og mun Lester Holt frá NBC stýra kappræðunum.Sanders og Clinton á kappræðusviðinu.vísir/EPAÓlíkur stíll Þeim sem hafa fylgst með kosningabaráttunni ætti ekki að koma á óvart að Trump og Clinton eru með einkar ólíkan ræðustíl. Sá stíll mun án vafa koma fram í kappræðunum líkt og hann gerði í forvalskappræðum bæði Demókrata og Repúblikana. Bæði eiga þau það þó sameiginlegt að hafa þótt bera af í flokksvalskappræðum.Hefðbundin og hófsöm Hillary Clinton fetar ekki ótroðnar slóðir í kappræðum. Hún hefur þótt yfirveguð og rökföst en ekki óhrædd við að skjóta á mótframbjóðendur sína. Líkt og sást í forvalskappræðum hennar þar sem hún atti aðallega kappi við öldungadeildarþingmanninn Bernie Sanders eru málefnin í forgangi. Þegar þau áttust við í New York í apríl ræddu þau meðal annars um lágmarkslaun. Sanders vildi hækka þau upp í 15 dali á landsvísu en Clinton andmælti því á forsendum stefnu sinnar um að hækka þau í tólf dali. Þá hefur hún einnig varið feril sinn og þau umdeildu mál sem upp hafa komið. Þegar Sanders sagði hana vanhæfa til þess að gegna embættinu vegna stuðnings hennar við Íraksstríðið svaraði hún: „Ég hef verið kölluð margt um ævina en aldrei vanhæf.“Uppnefni og slagorðDonald Trump hefur hins vegar fetað nokkuð ótroðnar slóðir. Í forvalskappræðum Repúblikana fór hann nærri aldrei í smáatriði stefnumála sinna en talaði fremur um hugsjónir og skaut fast á andstæðinga sína. Hann var gjarn á að uppnefna mótframbjóðendur. Kallaði fyrrum ríkisstjórann Jeb Bush meðal annars kraftlítinn og öldungadeildarþingmanninn Ted Cruz lygara. Óvíst er hvort hann uppnefni Clinton í kappræðunum en á kjörfundum hefur hann kallað hana „Spilltu-Hillary“. Þegar Trump hefur verið inntur eftir því hvernig hann hyggist útfæra kosningaloforð sín, meðal annars um að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó, hefur hann ekki svarað af nákvæmni. Er hann var spurður í kappræðum í febrúar út í orð Vicente Fox, fyrrum forseta Mexíkó, um að Mexíkóar muni ekki borga fyrir vegginn svaraði Trump: „Veggurinn var að hækka um tíu fet!“Eftirminnileg atvik úr kappræðumFrá því Richard Nixon og John F. Kennedy áttust við í fyrstu sjónvarpskappræðunum árið 1960 hafa kappræður verið fastur liður í sjónvarpi Bandaríkjamanna fjórða hvert ár. Í þessum fjölmörgu kappræðum hefur ýmislegt áhugavert gerst.Gerald Ford, 1976Þegar Repúblikaninn Gerald Ford, þáverandi forseti, atti kappi við Demókratann Jimmy Carter sagði hann að í sinni forsetatíð hefðu Sovétríkin engin yfirráð yfir Austur-Evrópu. Átti það eftir að reynast honum dýrkeypt þar sem fjölmiðlar fjölluðu um fátt annað næstu daga og hæddust að forsetanum en flestir vissu að ítök Sovétríkjanna á svæðinu væru mikil og varð mönnum tíðrætt um svokallað járntjald.Ronald Reagan, 1984 „Ég mun ekki gera aldur að kosningamáli. Ég ætla ekki að nýta mér æsku og reynsluleysi mótframbjóða míns í pólitískum tilgangi,“ sagði Ronald Reagan, þáverandi forseti, í kappræðum gegn Demókratanum Walter Mondale. Ummælin voru svar við spurningu um aldur hans sjálfs en Reagan var þá elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Salurinn hló að ummælunum og Mondale líka en Mondale var 56 ára og hafði þjónað sem öldungadeildarþingmaður í tólf ár og varaforseti í fjögur.Lloyd Bentsen, 1988 Ein eftirminnilegustu ummæli kappræðusögunnar voru í varaforsetaefnakappræðum á milli Lloyds Bentsen, varaforsetaefnis Demókratans Michaels Dukakis, og Dans Quayle, varaforsetaefnis George H.W. Bush. Quayle var spurður út í ungan aldur sinn, 42 ár, og hvort hann hefði nægilega reynslu til að verða forseti ef Bush félli frá. Í svari sínu minnti Quayle á að John F. Kennedy hefði verið 46 ára þegar hann varð forseti. Svaraði Bentsen þá: „Ég þjónaði undir Jack Kennedy. Ég þekkti Jack Kennedy. Jack Kennedy var vinur minn. Þingmaður, þú ert enginn Jack Kennedy.“ Við því átti Quayle fá svör og sagði: „Þetta var óþarfi.“George H.W. Bush, 1992George H.W. Bush, þáverandi forseti, vakti mikla athygli í kappræðum gegn Demókratanum Bill Clinton, þó ekki fyrir ummæli sín heldur líkamstjáningu. Þegar áhorfandi bar upp spurningu leit Bush á úrið sitt á meðan Clinton fylgdist með og hlustaði. Áhorfendum fannst þetta merki um vanvirðingu og féll fylgi Bush í kjölfar kappræðnanna en hann tapaði á endanum fyrir Clinton í kosningunum.Al Gore, 2000 Líkt og með Bush vakti frammistaða Demókratans Als Gore í kappræðum gegn Repúblikananum George W. Bush athygli vegna líkamstjáningar hans. Gore varð skotspónn fjölmiðla í kjölfar kappræðna en hann andvarpaði margoft þegar Bush svaraði spurningum kappræðustjórnanda. Andvarpið var nægilega hávært til að það heyrðist greinilega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellefu fylkja slagurinn Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio. 10. september 2016 07:00 Hillary Clinton að ná heilsu Læknir Hillary gefur út tilkynningu í kjölfar orðróma um slæmt heilsufar. 14. september 2016 23:41 Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00 Trump við hestaheilsu Sendi frá sér heilsufarsskýrslu í dag. 15. september 2016 21:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Ellefu fylkja slagurinn Línur eru farnar að skýrast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Donald Trump og Hillary Clinton verja stærstum hluta fjármagns síns og tíma í aðeins nokkrum lykilfylkjum. Ekkert fylkjanna fær jafnmikla athygli og Ohio. 10. september 2016 07:00
Hillary Clinton að ná heilsu Læknir Hillary gefur út tilkynningu í kjölfar orðróma um slæmt heilsufar. 14. september 2016 23:41
Trump aftur upp að hlið Clinton Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. 20. september 2016 08:00