Lögfræðingurinn Laura Wasser er leynivopn Angelinu Jolie Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2016 22:38 Fyrsti skilnaðurinn sem Laura Wasser hélt utan um sem lögmaður, var hennar eigin skilnaður og hennar fyrrverandi. Hún var þá 25 ára gömul. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Angelina Jolie hefur farið fram á forræði yfir sex börnum hennar og Brad Pitt. Til að hún fái sínu framgengt hefur hún nú sóst eftir þjónustu eins frægasta skilnaðarlögfræðings Bandaríkjanna, Lauru Wasser. Wasser er mjög eftirsótt í heimi Hollywood. Þannig var hún lögmaður söngkonunnar Britney Spears fyrir hartnær tíu árum þegar hún glímdi við andlegt niðurbrot og tryggði það að Britney fengi að halda sonum sínum tveim. Skilnaður bandaríska leikaraparsins Angelinu Jolie, 41 árs, og Brad Pitt, 52 ára, hefur vart farið framhjá nokkrum manni og nú þegar til stendur að þau geri upp sín mál, mætir Jolie sérstaklega vel undirbúin til leiks.Fráskilin tveggja barna móðirÍ frétt VG segir að hin 48 ára Wasser sé sjálf fráskilin tveggja barna móðir. Oft hefur vísað í orð sen hún lét einhvern tímann falla um að „allir eigi að giftast – einu sinni“.Sjá einnig:Ýmsar kenningar á sveimi um ástæður skilnaðar Brangelinu: Grasneysla Pitt, hugsanlegt framhjáhald hans og umdeildar uppeldisaðferðir Fyrsti skilnaðurinn sem hún hélt utan um sem lögmaður, var hennar eigin skilnaður og hennar fyrrverandi. Hún var þá 25 ára gömul.Laura Aliston Wasser er með upphafsstafina LAW. Það er engin tilviljun.Vísir/GettyNýlega réð leikarinn Johnny Depp Wasser til starfa þegar hann stóð í skilnaði við Amber Heard og þótti Wasser skila góðu verki fyrir skjólstæðing sinn sem hafði komið sér í mikið klandur eins og frægt er orðið.Langur listi skjólstæðingaListinn yfir skjólstæðinga Wasser er langur. Þar má meðal annars finna Shaquille O’Neal, systurnar Kim og Khloe Kardashian, Ryan Reynolds, Ashton Kutcher, Kris Jenner, Stevie Wonder, Heidi Klum, Christinu Aguilera, Mariah Carey, Kiefer Sutherland, Drew Barrymore og Denise Richards.Sjá einnig: Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Sömuleiðis hafa Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger, og Robyn Moore, fyrrverandi eiginkona Mel Gibson, ráðið hana til starfa.Með upphafsstafina LAWWasser fæddist í Los Angeles árið 1968. Hún er dóttir lögfræðings sem einnig sinnti skilnaðarmálum fræga fólksins, en hann tók meðal annars að sér skilnaðarmál Steven Spielberg og Tom Cruise. Að sögn var Lauru gefið millinafnið Allison til að hún gæti slegið um sig og notast við upphafsstafina LAW.Wasser er einn eigenda lögfræðistofunnar Wasser, Copperman & Mandles, sem faðir hennar Dennis stofnaði ásamt öðrum árið 1976. Bloomberg segir að kostnaðurinn við að ráða Lauru Wasser til starfa sé um þrjár milljónir króna. Tímakaupið er svo um 100 þúsund krónur.Sjá einnig: Jennifer Aniston skellihlær á forsíðu New York Post Foreldrar Wasser skildu þegar hún var sextán ára og segir hún að það sem hafi verið gott við þann skilnað var að þau skildu áður en þau tóku að hata hvort annað. „Þau vissu hvenær þau ættu að segja skildið við hvort annað. Og það þýddi að þegar ég giftist sjálf þá gengu þau bæði með mér upp kirkjugólfið.“ Wasser veit það að þegar fræga fólkið er annars vegar þá fylgir því mikil fjölmiðlaumfjöllun þegar skilnaðir koma upp. Að sögn kunnugra fylgir hún ákveðnu verklagi til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllunina, meðal annars með því að láta fleiri en einn skjólstæðinga sinna greina frá skilnuðum sínum samtímis og þannig dreifa athyglinni. Annað bragð er að biðja skjólstæðingana um að ná samkomulagi um smáatriði áður en málið kemur til kasta dómstóla.Laura Wasser gaf út bókina It Doesn’t Have to Be That Way: How to Divorce Without Destroying Your Family or Bankrupting Yourself árið 2013.Vísir/GettyEnginn sérstakur talsmaður skilnaðaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Jolie ræður Wasser til starfa. Það gerði hún einnig þegar hún skildi við leikarann Billy Bob Thornton árið 2002. Wasser hefur margoft lagt áherslu á að hún sé engin baráttukona fyrir skilnuðum. Þvert á móti „elski hún gott brúðkaup“. Sjálf hefur hún sagt að hún muni sjálf ekki giftast á nýjan leik, en hún á tvo syni með tveimur mönnum, þó ekki manninum sem hún var gift á sínum tíma. VG hefur eftir Wasser að hún álíti skilnað vera það allra síðasta í stöðunni og hefur ávallt hvatt aðila til að reyna að bjarga sambandinu, sé það á annað borð í stöðunni. Það virðist þó ekki hafa gengið eftir í tilviki þeirra Jolie og Pitt. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Adele tileinkaði heila tónleika Pitt og Jolie: „Fékk sjokk þegar ég sá fréttirnar“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014. 21. september 2016 12:30 Jennifer Aniston skellihlær á forsíðu New York Post Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014. 21. september 2016 13:48 Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. 20. september 2016 14:48 Ýmsar kenningar á sveimi um ástæður skilnaðar Brangelinu: Grasneysla Pitt, hugsanlegt framhjáhald hans og umdeildar uppeldisaðferðir Það er óhætt að fullyrða að ein af stærri fréttum dagsins er skilnaður stjörnuparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt. 20. september 2016 20:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie hefur farið fram á forræði yfir sex börnum hennar og Brad Pitt. Til að hún fái sínu framgengt hefur hún nú sóst eftir þjónustu eins frægasta skilnaðarlögfræðings Bandaríkjanna, Lauru Wasser. Wasser er mjög eftirsótt í heimi Hollywood. Þannig var hún lögmaður söngkonunnar Britney Spears fyrir hartnær tíu árum þegar hún glímdi við andlegt niðurbrot og tryggði það að Britney fengi að halda sonum sínum tveim. Skilnaður bandaríska leikaraparsins Angelinu Jolie, 41 árs, og Brad Pitt, 52 ára, hefur vart farið framhjá nokkrum manni og nú þegar til stendur að þau geri upp sín mál, mætir Jolie sérstaklega vel undirbúin til leiks.Fráskilin tveggja barna móðirÍ frétt VG segir að hin 48 ára Wasser sé sjálf fráskilin tveggja barna móðir. Oft hefur vísað í orð sen hún lét einhvern tímann falla um að „allir eigi að giftast – einu sinni“.Sjá einnig:Ýmsar kenningar á sveimi um ástæður skilnaðar Brangelinu: Grasneysla Pitt, hugsanlegt framhjáhald hans og umdeildar uppeldisaðferðir Fyrsti skilnaðurinn sem hún hélt utan um sem lögmaður, var hennar eigin skilnaður og hennar fyrrverandi. Hún var þá 25 ára gömul.Laura Aliston Wasser er með upphafsstafina LAW. Það er engin tilviljun.Vísir/GettyNýlega réð leikarinn Johnny Depp Wasser til starfa þegar hann stóð í skilnaði við Amber Heard og þótti Wasser skila góðu verki fyrir skjólstæðing sinn sem hafði komið sér í mikið klandur eins og frægt er orðið.Langur listi skjólstæðingaListinn yfir skjólstæðinga Wasser er langur. Þar má meðal annars finna Shaquille O’Neal, systurnar Kim og Khloe Kardashian, Ryan Reynolds, Ashton Kutcher, Kris Jenner, Stevie Wonder, Heidi Klum, Christinu Aguilera, Mariah Carey, Kiefer Sutherland, Drew Barrymore og Denise Richards.Sjá einnig: Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Sömuleiðis hafa Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger, og Robyn Moore, fyrrverandi eiginkona Mel Gibson, ráðið hana til starfa.Með upphafsstafina LAWWasser fæddist í Los Angeles árið 1968. Hún er dóttir lögfræðings sem einnig sinnti skilnaðarmálum fræga fólksins, en hann tók meðal annars að sér skilnaðarmál Steven Spielberg og Tom Cruise. Að sögn var Lauru gefið millinafnið Allison til að hún gæti slegið um sig og notast við upphafsstafina LAW.Wasser er einn eigenda lögfræðistofunnar Wasser, Copperman & Mandles, sem faðir hennar Dennis stofnaði ásamt öðrum árið 1976. Bloomberg segir að kostnaðurinn við að ráða Lauru Wasser til starfa sé um þrjár milljónir króna. Tímakaupið er svo um 100 þúsund krónur.Sjá einnig: Jennifer Aniston skellihlær á forsíðu New York Post Foreldrar Wasser skildu þegar hún var sextán ára og segir hún að það sem hafi verið gott við þann skilnað var að þau skildu áður en þau tóku að hata hvort annað. „Þau vissu hvenær þau ættu að segja skildið við hvort annað. Og það þýddi að þegar ég giftist sjálf þá gengu þau bæði með mér upp kirkjugólfið.“ Wasser veit það að þegar fræga fólkið er annars vegar þá fylgir því mikil fjölmiðlaumfjöllun þegar skilnaðir koma upp. Að sögn kunnugra fylgir hún ákveðnu verklagi til að lágmarka fjölmiðlaumfjöllunina, meðal annars með því að láta fleiri en einn skjólstæðinga sinna greina frá skilnuðum sínum samtímis og þannig dreifa athyglinni. Annað bragð er að biðja skjólstæðingana um að ná samkomulagi um smáatriði áður en málið kemur til kasta dómstóla.Laura Wasser gaf út bókina It Doesn’t Have to Be That Way: How to Divorce Without Destroying Your Family or Bankrupting Yourself árið 2013.Vísir/GettyEnginn sérstakur talsmaður skilnaðaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Jolie ræður Wasser til starfa. Það gerði hún einnig þegar hún skildi við leikarann Billy Bob Thornton árið 2002. Wasser hefur margoft lagt áherslu á að hún sé engin baráttukona fyrir skilnuðum. Þvert á móti „elski hún gott brúðkaup“. Sjálf hefur hún sagt að hún muni sjálf ekki giftast á nýjan leik, en hún á tvo syni með tveimur mönnum, þó ekki manninum sem hún var gift á sínum tíma. VG hefur eftir Wasser að hún álíti skilnað vera það allra síðasta í stöðunni og hefur ávallt hvatt aðila til að reyna að bjarga sambandinu, sé það á annað borð í stöðunni. Það virðist þó ekki hafa gengið eftir í tilviki þeirra Jolie og Pitt.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Adele tileinkaði heila tónleika Pitt og Jolie: „Fékk sjokk þegar ég sá fréttirnar“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014. 21. september 2016 12:30 Jennifer Aniston skellihlær á forsíðu New York Post Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014. 21. september 2016 13:48 Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00 Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30 Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. 20. september 2016 14:48 Ýmsar kenningar á sveimi um ástæður skilnaðar Brangelinu: Grasneysla Pitt, hugsanlegt framhjáhald hans og umdeildar uppeldisaðferðir Það er óhætt að fullyrða að ein af stærri fréttum dagsins er skilnaður stjörnuparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt. 20. september 2016 20:30 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Sjá meira
Adele tileinkaði heila tónleika Pitt og Jolie: „Fékk sjokk þegar ég sá fréttirnar“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014. 21. september 2016 12:30
Jennifer Aniston skellihlær á forsíðu New York Post Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. Þau hafa verið saman síðan árið 2004 en giftu sig árið 2014. 21. september 2016 13:48
Blóð, Brennifer, Brangelina og brostin hjörtu Um fátt er meira talað en um skilnað Angelinu Jolie og Brad Pitt. 21. september 2016 12:00
Faðir Jolie: „Það hefur eitthvað mjög alvarlegt gerst fyrst hún tekur svona ákvörðun“ Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá Brad Pitt á mánudaginn og rötuðu fréttirnar í heimsmiðlana í gær. 21. september 2016 14:30
Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. 20. september 2016 14:48
Ýmsar kenningar á sveimi um ástæður skilnaðar Brangelinu: Grasneysla Pitt, hugsanlegt framhjáhald hans og umdeildar uppeldisaðferðir Það er óhætt að fullyrða að ein af stærri fréttum dagsins er skilnaður stjörnuparsins Angelinu Jolie og Brad Pitt. 20. september 2016 20:30