Össur sakar stjórnarmeirihlutann um að vaða yfir stjórnarskrána á skítugum skónum Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2016 14:36 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira