Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 4-0 | Aron með þrennu Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 25. september 2016 17:15 Úr leik liðanna fyrr í sumar. vísir/anton Eyjamenn unnu 4-0 sigur á Völsurum í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Með sigrinum lyftu Eyjamenn sér í níunda sæti deildarinnar og þurfa undur og stórmerki að gerast í síðustu umferð til að Eyjamenn haldi sér ekki uppi. Valsmenn virkuðu áhugalausir frá fyrstu mínútu og það var eins og þeir nenntu ekki að spila þennan leik. Aron Bjarnason gerði þrjú mörk eftir að Hafsteinn Briem kom ÍBV yfir. Af hverju vann ÍBV? ÍBV vann leikinn vegna þess að Valsmenn nenntu ekki að spila, strax í upphafi mættu Eyjamenn grimmir í öll návígi og gestirnir höfðu ekki nokkurn áhuga á því að taka þátt í baráttunni. Eftir fyrsta markið á 10. mínútu leiksins vissu allir á vellinum hvernig hann myndi enda. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari ÍBV, öskraði sína menn áfram gjörsamlega allan leikinn. Í stöðunni 3-0 var hann ekkert hættur og vildi bara meira frá sínum mönnum. ÍBV lá mjög neðarlega á vellinum og nýttu sér sína sterkustu hlið, skyndisóknir. Valsmenn fundu aldrei svæðin sem þeir vilja en varnarmenn heimamanna skelltu þeim svæðum í lás. Samskipti milli miðjumanna og varnarmanna voru fullkomin og teljast þau skipti á fingrum annarrar handar þar sem Valsmenn ógnuðu af einhverju viti. Hvað gekk vel? ÍBV gekk vel að klára færin sín en það hefur ekki gengið í sumar. Liðið hefur ekki skorað meira en eitt mark í leik síðan 16. maí. Þá skoraði liðið þrjú mörk gegn Fylki og þurftu að bíða þangað til núna eftir að geta fagnað marki í tvígang í sama leiknum í deildinni. Varnarmönnum ÍBV gekk vel að ráða við sóknarmenn gestanna, Halldór Páll Geirsson stóð í marki ÍBV og gerði það vel. Ég man í raun ekki eftir hættulegu færi Valsmanna og því verður að gefa vörn ÍBV hrós fyrir það. Hverjir stóðu upp úr? Margir leikmenn stóðu upp úr hjá ÍBV en þar ber helst að nefna Aron Bjarnason sem átti algjörlega magnaðan leik. Hann skoraði þrívegis og nýtti sín færi ótrúlega vel. Mikill sprengikraftur sem hann býr yfir og skildi hann varnarmenn Vals eftir á hælunum í ófá skiptin. Ein besta frammistaða leikmanns í ÍBV-búningnum á tímabilinu. Andri Ólafsson átti ótrúlega góðan leik á miðju Eyjamanna, hann stýrði miðjunni mjög vel og einnig þegar hann datt niður í miðvörðinn. Hann spilaði 90 mínútur í fyrsta skiptið síðan 31. maí 2015. Leikur Eyjamanna hefur oft dottið niður eftir að hann fer af leikvelli en hann spilaði allar mínúturnar í dag. Mees Junior Siers átti einnig virkilega góðan leik á miðjunni líkt og Hafsteinn Briem í vörninni. Hafa skal þó í huga að Valsarar leyfðu Eyjamönnum að spila sinn leik og vildu helst ekkert vera að trufla þá. Það er ekki oft sem lið fá að spila jafn óáreitt og Eyjamenn í dag. Hvað gerist næst? Nú verður að teljast einungis formsatriði fyrir ÍBV að tryggja sæti sitt í deildinni. Liðið er komið upp í 9. sætið og er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Í síðustu umferðinni þarf Fylkir að sigra KR, Víkingur Ólafsvík að sigra Stjörnuna og ÍBV að tapa fyrir FH. Þá þarf markasveiflan á milli markatölu ÍBV og Fylkis að vera átta mörk til að Fylkir haldi sæti sínu. Valsmenn halda áfram að keppa um ekki neitt, þeir eiga einn leik eftir og það er gegn Skagamönnum á Hlíðarenda. Ef að Valsmenn ætla að spila eins og í dag geta Skagamenn bókað þrjú stig þar.Aron Bjarnason: Ætlum að ná í stig í Kaplakrika „Ég er mjög sáttur, þetta var frábær liðsheild í dag og við sýnum að þegar við berjumst getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Aron Bjarnason, sem setti þrennu þegar Eyjamenn sigruðu Valsmenn 4-0 í dag. Er þetta besti leikur ÍBV á tímabilinu? „Já ætli það ekki? Valsliðið er það gott að ég myndi segja það.“ Þetta hlýtur einnig að vera besti leikur Arons á tímabilinu en hann gerði vel og skoraði þrjú mörk. „Ég er búinn að vera meira í því að klúðra færunum upp á síðkastið og það er mjög skemmtilegt að þetta hafi dottið fyrir mig í dag.“ „Við erum búnir að vera að skapa fullt af færum en það hefur ekki dottið fyrir okkur. Í dag nýttum við færin og þá vinnum við leikina.“ Valsmenn virkuðu áhugalausir í dag. Hvað fannst Aroni um það? „Ég veit það nú ekki alveg. Það var alveg barátta í þeim, við vildum þetta miklu meira og það sýndi sig alveg.“ Síðasti leikur ÍBV er gegn FH á útivelli, markmiðið hlýtur að vera að gera sömu hluti og í dag. „Við verðum allavega að ná í stig, það er nokkuð ljóst. Við mætum þar og berjumst, þá getur allt gerst.“ Gamla félag Arons, Þróttur, gaf ÍBV smá hjálp í dag þar sem þeir skoruðu tvö mörk gegn Fylki á útivelli, Aron hlýtur að vera ánægður með það. „Ég þakka vinum mínum í Þrótti fyrir það, virkilega gott.“ ÍBV er ekki búið að bjarga sér tölfræðilega en það er ljóst að mikið þarf að gerast í síðustu umferðinni ef liðið á að falla. „Eins og við sáum í gær, þá getur allt gerst. Við ætlum að ná í að minnsta kosti stig í Kaplakrika, það er nokkuð ljóst,“ sagði Aron sem vísaði þar í dramatíkina í lokaumferð 1. deildar í gær. Þar mættu HK menn í síðasta leikinn og töpuðu 7-2 fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði og hjálpuðu þeim við að senda Huginsmenn niður í fyrstu deild. Ólafur Jóhannesson: Þeir vildu þetta meira en við „Nei, þetta var hundfúlt, þeir vildu þetta meira en við og þannig endaði þetta,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, sem spiluðu ömurlega í 4-0 tapi gegn ÍBV. „Við spiluðum ömurlegan varnarleik og það varð okkur að falli. Við vorum ágætir í sókninni, skárri þar en í vörninni. Við höfðum engan áhuga á þessu.“ Er erfitt að mótivera liðið fyrir leiki þegar það er að litlu að keppa fyrir Valsmenn? „Nei alls ekki, það er að helling að keppa fyrir okkur. Það er ekki vandamálið.“ Er það ekki áhyggjuefni að menn mæti svona áhugalausir í leik? „Jú, eins og ég sagði áðan, þá var þetta ekki góður leikur af okkar hálfu, það er ekki gott,“ sagði Ólafur sem var ekkert að nota mörg orð í sínum svörum. Komu Eyjamenn Valsliðinu á óvart í dag? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og við vissum það allan tímann. Við komum ekki undirbúnir til leiks.“ „Við erum í ágætis gír í þessari deild að sjálfu sér en auðvitað er svona tap fúlt,“ sagði Óli að lokum en hann vill líklegast koma þessum leik úr hausnum á sér sem fyrst.Alfreð Elías Jóhannsson: Menn tilbúnir að leggja meira á sig fyrir Jeffsy „Ég er mjög ánægður með leikinn, þetta var frábær sigur, liðssigur, það voru allir tilbúnir að berjast fyrir ÍBV,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, eftir stórsigur liðsins gegn Val í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Hver var helsti munurinn á liðunum að mati Alla í dag? „Við vildum þetta miklu, miklu meira en þeir. Þeir ætluðu að koma hingað og taka þessi þrjú stig en við vorum allir tilbúnir.“ Þessi þrjú stig gera gríðarlega mikið fyrir ÍBV í botnbaráttunni og koma líklega til með að hafa bjargað liðinu frá falli. Er liðið búið að bjarga sér frá falli núna? „Nei við erum ekki búnir að redda okkur frá falli skilst mér. Þetta er klárlega stórt skref, það er gaman að sjá strákana finna það á sér að þeir geti unnið hvaða lið sem er á góðum degi.“ Var þetta besti leikur ÍBV hvað varðar spilamennsku í sumar? „Síðustu fjóra eða fimm leiki erum við búnir að spila mjög vel en núna er munurinn að við nýtum þessi færi sem við fáum í dag.“ Eyjamenn léku með fimm manna vörn síðast gegn Blikum sem gekk mjög vel en breyttu til í dag, hvað veldur? „Við erum góðir í því kerfi sem við höfum verið að spila í sumar og menn kunna það alveg, við ákváðum því að byrja á því. Við breyttum aðeins þegar þrjátíu mínútur voru búnar af leiknum en þeir voru ekki að gera neitt mikið.“ Aron Bjarnason átti hreint magnaðan leik þar sem hann skoraði þrjú mörk fyrir Eyjamenn, Alli hlýtur að vera ánægður með hans framlag. „Já, ég var ánægður með alla. Það skiptir ekki máli hver það var, Devon kom frábær inn, Aron, Gunnar Heiðar, Mikkel. Ég gæti talið þá alla upp sem voru inn á því þeir voru allir frábærir.“ Andri Ólafsson spilaði 90 mínútur í dag í fyrsta skiptið síðan í maí í fyrra, það hlýtur að vera mikilvægt að fá hann í heilan leik á lokakaflanum. „Það er mjög gott og loksins spilaði hann 90 mínútur.“ Ian Jeffs var ekki með liðinu í undirbúningnum, heldur Alli að það hafi truflað menn eitthvað? „Já, en menn voru tilbúnir að leggja enn meira á sig fyrir Jeffsy og ég skila góðri kveðju til Jeffsy frá strákunum, við hlökkum til að sjá hann.“ Síðasti leikur liðsins er gegn Íslandsmeisturum FH, á útivelli, býst Alfreð við svipaðri frammistöðu í þeim leik? „Já, alveg eins. Við höfum sýnt það í undanförnum leikjum að við erum búnir að spila vel, við þurfum að nýta færin. Þetta eru tómatssósu áhrif, þau komu núna, nú kom hlussan og það er bara flott,“ sagði Alfreð að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Eyjamenn unnu 4-0 sigur á Völsurum í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Með sigrinum lyftu Eyjamenn sér í níunda sæti deildarinnar og þurfa undur og stórmerki að gerast í síðustu umferð til að Eyjamenn haldi sér ekki uppi. Valsmenn virkuðu áhugalausir frá fyrstu mínútu og það var eins og þeir nenntu ekki að spila þennan leik. Aron Bjarnason gerði þrjú mörk eftir að Hafsteinn Briem kom ÍBV yfir. Af hverju vann ÍBV? ÍBV vann leikinn vegna þess að Valsmenn nenntu ekki að spila, strax í upphafi mættu Eyjamenn grimmir í öll návígi og gestirnir höfðu ekki nokkurn áhuga á því að taka þátt í baráttunni. Eftir fyrsta markið á 10. mínútu leiksins vissu allir á vellinum hvernig hann myndi enda. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari ÍBV, öskraði sína menn áfram gjörsamlega allan leikinn. Í stöðunni 3-0 var hann ekkert hættur og vildi bara meira frá sínum mönnum. ÍBV lá mjög neðarlega á vellinum og nýttu sér sína sterkustu hlið, skyndisóknir. Valsmenn fundu aldrei svæðin sem þeir vilja en varnarmenn heimamanna skelltu þeim svæðum í lás. Samskipti milli miðjumanna og varnarmanna voru fullkomin og teljast þau skipti á fingrum annarrar handar þar sem Valsmenn ógnuðu af einhverju viti. Hvað gekk vel? ÍBV gekk vel að klára færin sín en það hefur ekki gengið í sumar. Liðið hefur ekki skorað meira en eitt mark í leik síðan 16. maí. Þá skoraði liðið þrjú mörk gegn Fylki og þurftu að bíða þangað til núna eftir að geta fagnað marki í tvígang í sama leiknum í deildinni. Varnarmönnum ÍBV gekk vel að ráða við sóknarmenn gestanna, Halldór Páll Geirsson stóð í marki ÍBV og gerði það vel. Ég man í raun ekki eftir hættulegu færi Valsmanna og því verður að gefa vörn ÍBV hrós fyrir það. Hverjir stóðu upp úr? Margir leikmenn stóðu upp úr hjá ÍBV en þar ber helst að nefna Aron Bjarnason sem átti algjörlega magnaðan leik. Hann skoraði þrívegis og nýtti sín færi ótrúlega vel. Mikill sprengikraftur sem hann býr yfir og skildi hann varnarmenn Vals eftir á hælunum í ófá skiptin. Ein besta frammistaða leikmanns í ÍBV-búningnum á tímabilinu. Andri Ólafsson átti ótrúlega góðan leik á miðju Eyjamanna, hann stýrði miðjunni mjög vel og einnig þegar hann datt niður í miðvörðinn. Hann spilaði 90 mínútur í fyrsta skiptið síðan 31. maí 2015. Leikur Eyjamanna hefur oft dottið niður eftir að hann fer af leikvelli en hann spilaði allar mínúturnar í dag. Mees Junior Siers átti einnig virkilega góðan leik á miðjunni líkt og Hafsteinn Briem í vörninni. Hafa skal þó í huga að Valsarar leyfðu Eyjamönnum að spila sinn leik og vildu helst ekkert vera að trufla þá. Það er ekki oft sem lið fá að spila jafn óáreitt og Eyjamenn í dag. Hvað gerist næst? Nú verður að teljast einungis formsatriði fyrir ÍBV að tryggja sæti sitt í deildinni. Liðið er komið upp í 9. sætið og er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Í síðustu umferðinni þarf Fylkir að sigra KR, Víkingur Ólafsvík að sigra Stjörnuna og ÍBV að tapa fyrir FH. Þá þarf markasveiflan á milli markatölu ÍBV og Fylkis að vera átta mörk til að Fylkir haldi sæti sínu. Valsmenn halda áfram að keppa um ekki neitt, þeir eiga einn leik eftir og það er gegn Skagamönnum á Hlíðarenda. Ef að Valsmenn ætla að spila eins og í dag geta Skagamenn bókað þrjú stig þar.Aron Bjarnason: Ætlum að ná í stig í Kaplakrika „Ég er mjög sáttur, þetta var frábær liðsheild í dag og við sýnum að þegar við berjumst getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Aron Bjarnason, sem setti þrennu þegar Eyjamenn sigruðu Valsmenn 4-0 í dag. Er þetta besti leikur ÍBV á tímabilinu? „Já ætli það ekki? Valsliðið er það gott að ég myndi segja það.“ Þetta hlýtur einnig að vera besti leikur Arons á tímabilinu en hann gerði vel og skoraði þrjú mörk. „Ég er búinn að vera meira í því að klúðra færunum upp á síðkastið og það er mjög skemmtilegt að þetta hafi dottið fyrir mig í dag.“ „Við erum búnir að vera að skapa fullt af færum en það hefur ekki dottið fyrir okkur. Í dag nýttum við færin og þá vinnum við leikina.“ Valsmenn virkuðu áhugalausir í dag. Hvað fannst Aroni um það? „Ég veit það nú ekki alveg. Það var alveg barátta í þeim, við vildum þetta miklu meira og það sýndi sig alveg.“ Síðasti leikur ÍBV er gegn FH á útivelli, markmiðið hlýtur að vera að gera sömu hluti og í dag. „Við verðum allavega að ná í stig, það er nokkuð ljóst. Við mætum þar og berjumst, þá getur allt gerst.“ Gamla félag Arons, Þróttur, gaf ÍBV smá hjálp í dag þar sem þeir skoruðu tvö mörk gegn Fylki á útivelli, Aron hlýtur að vera ánægður með það. „Ég þakka vinum mínum í Þrótti fyrir það, virkilega gott.“ ÍBV er ekki búið að bjarga sér tölfræðilega en það er ljóst að mikið þarf að gerast í síðustu umferðinni ef liðið á að falla. „Eins og við sáum í gær, þá getur allt gerst. Við ætlum að ná í að minnsta kosti stig í Kaplakrika, það er nokkuð ljóst,“ sagði Aron sem vísaði þar í dramatíkina í lokaumferð 1. deildar í gær. Þar mættu HK menn í síðasta leikinn og töpuðu 7-2 fyrir Leikni frá Fáskrúðsfirði og hjálpuðu þeim við að senda Huginsmenn niður í fyrstu deild. Ólafur Jóhannesson: Þeir vildu þetta meira en við „Nei, þetta var hundfúlt, þeir vildu þetta meira en við og þannig endaði þetta,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, sem spiluðu ömurlega í 4-0 tapi gegn ÍBV. „Við spiluðum ömurlegan varnarleik og það varð okkur að falli. Við vorum ágætir í sókninni, skárri þar en í vörninni. Við höfðum engan áhuga á þessu.“ Er erfitt að mótivera liðið fyrir leiki þegar það er að litlu að keppa fyrir Valsmenn? „Nei alls ekki, það er að helling að keppa fyrir okkur. Það er ekki vandamálið.“ Er það ekki áhyggjuefni að menn mæti svona áhugalausir í leik? „Jú, eins og ég sagði áðan, þá var þetta ekki góður leikur af okkar hálfu, það er ekki gott,“ sagði Ólafur sem var ekkert að nota mörg orð í sínum svörum. Komu Eyjamenn Valsliðinu á óvart í dag? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og við vissum það allan tímann. Við komum ekki undirbúnir til leiks.“ „Við erum í ágætis gír í þessari deild að sjálfu sér en auðvitað er svona tap fúlt,“ sagði Óli að lokum en hann vill líklegast koma þessum leik úr hausnum á sér sem fyrst.Alfreð Elías Jóhannsson: Menn tilbúnir að leggja meira á sig fyrir Jeffsy „Ég er mjög ánægður með leikinn, þetta var frábær sigur, liðssigur, það voru allir tilbúnir að berjast fyrir ÍBV,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, eftir stórsigur liðsins gegn Val í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Hver var helsti munurinn á liðunum að mati Alla í dag? „Við vildum þetta miklu, miklu meira en þeir. Þeir ætluðu að koma hingað og taka þessi þrjú stig en við vorum allir tilbúnir.“ Þessi þrjú stig gera gríðarlega mikið fyrir ÍBV í botnbaráttunni og koma líklega til með að hafa bjargað liðinu frá falli. Er liðið búið að bjarga sér frá falli núna? „Nei við erum ekki búnir að redda okkur frá falli skilst mér. Þetta er klárlega stórt skref, það er gaman að sjá strákana finna það á sér að þeir geti unnið hvaða lið sem er á góðum degi.“ Var þetta besti leikur ÍBV hvað varðar spilamennsku í sumar? „Síðustu fjóra eða fimm leiki erum við búnir að spila mjög vel en núna er munurinn að við nýtum þessi færi sem við fáum í dag.“ Eyjamenn léku með fimm manna vörn síðast gegn Blikum sem gekk mjög vel en breyttu til í dag, hvað veldur? „Við erum góðir í því kerfi sem við höfum verið að spila í sumar og menn kunna það alveg, við ákváðum því að byrja á því. Við breyttum aðeins þegar þrjátíu mínútur voru búnar af leiknum en þeir voru ekki að gera neitt mikið.“ Aron Bjarnason átti hreint magnaðan leik þar sem hann skoraði þrjú mörk fyrir Eyjamenn, Alli hlýtur að vera ánægður með hans framlag. „Já, ég var ánægður með alla. Það skiptir ekki máli hver það var, Devon kom frábær inn, Aron, Gunnar Heiðar, Mikkel. Ég gæti talið þá alla upp sem voru inn á því þeir voru allir frábærir.“ Andri Ólafsson spilaði 90 mínútur í dag í fyrsta skiptið síðan í maí í fyrra, það hlýtur að vera mikilvægt að fá hann í heilan leik á lokakaflanum. „Það er mjög gott og loksins spilaði hann 90 mínútur.“ Ian Jeffs var ekki með liðinu í undirbúningnum, heldur Alli að það hafi truflað menn eitthvað? „Já, en menn voru tilbúnir að leggja enn meira á sig fyrir Jeffsy og ég skila góðri kveðju til Jeffsy frá strákunum, við hlökkum til að sjá hann.“ Síðasti leikur liðsins er gegn Íslandsmeisturum FH, á útivelli, býst Alfreð við svipaðri frammistöðu í þeim leik? „Já, alveg eins. Við höfum sýnt það í undanförnum leikjum að við erum búnir að spila vel, við þurfum að nýta færin. Þetta eru tómatssósu áhrif, þau komu núna, nú kom hlussan og það er bara flott,“ sagði Alfreð að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira