Handbolti

Enn eitt tapið hjá Akureyri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar.
Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/pjetur
Akureyri er enn án sigurs í Olís-deild karla eftir fjóra leiki. Leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik í kvöld.

Í kvöld tapaði liðið á heimavelli, 24-30, gegn Aftureldingu. Þetta var þriðji sigur Aftureldingar í fjórum leikjum.

Jafnt var á með liðunum í leikhléi en í síðari hálfleik sigldu Mosfellingar fram úr og lönduðu stórum sigri.

Mikk Pinnonen fór mikinn í liði Mosfellinga og skoraði átta mörk. Birkir Benediktsson og Árni Bragi Eyjólfsson skoruðu báðir fjögur mörk.

Kristján Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Akureyri og Karolis Stropus fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×