Íslenski boltinn

Þrír leikir í beinni og Pepsimörkin í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þróttur og ÍBV eru bæði í fallbaráttunni.
Þróttur og ÍBV eru bæði í fallbaráttunni. vísir/anton
Alls verða þrír leikir í beinum útsendingum úr Pepsi-deild karla samtímis í dag. Allir hefjast þeir klukkan 14.00 en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá þremur leikjum samtímis í íslenskri knattspyrnu.

Það eru afar mikilvægir leikir framundan í fallbaráttu deildarinnar en örlög Þróttar gætu endanlega ráðist í dag þegar Fylkir tekur á móti þeim röndóttu úr Laugardalnum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Fylkir er í næstneðsta sæti og þarf sárlega á stigunum að halda enda á enn möguleiki að ná bæði Víkingi Ólafsvík og ÍBV að stigum.

Víkingur Ólafsvík tekur á móti KR-ingum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem hafa verið á góðu skriði að undanförnu og hafa náð að blanda sér í baráttuna um Evrópu sæti. Sigur KR-inga setur því pressu á Fjölni, Stjörnuna og Breiðablik.

Blikar mæta ÍA upp á Skaga en Fjölnir og Stjarnan eigast við í mikilvægum leik í Grafarvogi en hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Umferðin verður svo gerð upp í Pepsimörkunum klukkan 20.00 í kvöld en þar fer Hörður Magnússon yfir alla leikina ásamt Hjörvari Hafliðasyni og Loga Ólafssyni.

Evrópusætisbaráttan:

2. og 3. sæti veita þátttökurétt í Evrópukeppni. Ef Valur er annað þeirra veitir 4. sætið þátttökurétt í Evrópukeppni.

2. Breiðablik 35 stig (+11 í markatölu)

3. Fjölnir 34 (+15)

4. Stjarnan 33 (+8)

5. Valur 32 (+16)

6. KR 32  (+5)

Botnbaráttan:

9. Víkingur Ó 21 (-11)

10. ÍBV 19 (-8)

11. Fylkir 18 (-12)

12. Þróttur 13 (-30)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×