Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:08 Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið. Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín á kjörtímabilinu. Í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagðist hann hafa vonað, þegar hann fyrst hélt slíka ræðu fyrir þremur árum, að þingið yrði besta þing í heimi. Honum hafi hins vegar ekki orðið að ósk sinni. „Þetta var skrýtið kjörtímabil og skrýtin og sérstaklega ólánsöm ríkisstjórn sem nú er að gefast upp á rólunum eins og hún Grýla gamla hérna forðum,“ sagði Óttar sem gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa lækkað veiðigjöld og afnumið auðlindagjald og þar með „afsalaði ríkisstjórnin sér tekjum sem hefðu getað nýst til að byggja upp innviði, nú eða hækka laun til aldraðra og öryrkja. Eða jafnvel til að reka skurðstofur í Vestmannaeyjum, byggja upp heilsugæsluna.“ Þá sagði hann það verðugt verkefni að lækka tolla og vörugjöld en benti Óttar á að ríkisstjórnin hefði hækkað skatta á skólabækur og mat. Taldi hann það vera furðulega forgangsröðun. Ræddi Óttar einnig um skuldaleiðréttinguna og sagði hann aðgerðina hafa nýst best höfuðborgarbúum á miðjum aldri. „Áttatíu milljarðar fóru í svokallaða skuldaleiðréttingu. Peningum var dreift til sumra sem höfðu farið illa út úr hruninu en ekki td þeirra sem skulda verðtryggð námslán. Aðgerðin nýttist best höfuðborgarbúum á miðjum aldri og upp úr, ekki tekjulágum leigjendum eða þeim sem misst höfðu vinnu. Kostnaðurinn við aðgerðina hljóp á milljörðum. Þarna fóru Áttatíu þúsund miljónir sem fara ekki í annað. Björt framtíð stóð hart gegn þessari aðferðarfræði.“ Sagði hann það ekki vera í boði að pólítikin á Íslandi hafi verið lömuð undanfarna mánuði vegna vandræðra einstakra ráðherra og innanflokksátaka og vísaði þar til Wintris-málsins og uppljóstrana í tengslum við Panama-skjölin. „Það að íslenskt samfélag hafi verið á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mánuðum skiptir út af vandræðum einstakra ráðherra og innanflokksátaka í stjórnarflokkunum nær náttúrulega engri átt. Svona rugl er bara ekki í boði eins og sagt er.“ Gerði hann góðlátlegt grín að áætlun ríkisstjórnarinnar um að banna verðtryggð lán og sagði hann ljóst að sú aðgerð næði til mjög þröngs hóps og væri eins og að banna sölu á tóbaki til reyklausra. „Góðann daginn, ég fæ kannski hjá þér smávindla. -Uuuuu. Ertu reykingamaður. -Nei ég er reyndar hættur sjálfur. -Þá get ég ekki afgreitt þig. Ríkisstjórnin var að setja bann...“ Sagði hann ljóst að það væru hópar útundan uppganginum sem væri í samfélaginu um þessar mundir. Tryggja þyrfti að samfélagið væri fyrir alla. „Sagan hefur sýnt að við erum bjartsýn þjóð og setjum markið hátt. Verum ekki þeir aumingjar að þora ekki að tryggja að samfélagið sé raunverulega fyrir alla. Hendum okkur bara í það og fáum sem flesta með í verkið.
Alþingi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira