Segir Ögmund vera verkkvíðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson „Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira