Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 07:38 Donald Trump og Hillary Clinton í kappræðunum í nótt. vísir/getty Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07