Fótbolti

Eigandi Leicester skellti sjálfum sér á forsíðuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Srivaddhanaprabha keypti Leicester í ágúst 2010.
Srivaddhanaprabha keypti Leicester í ágúst 2010. vísir/getty
Það verður stór stund á King Power vellinum í kvöld þegar Leicester City leikur sinn fyrsta heimaleik í Meistaradeild Evrópu. Ensku meistararnir mæta þá Porto frá Portúgal.

Þetta er jómfrúartímabil Leicester í Meistaradeildinni en liðið vann 0-3 útisigur á Club Brugge í fyrsta leik sínum í G-riðli.

Það verður mikið um dýrðir á King Power vellinum í kvöld og m.a. var gefin út vegleg leikskrá fyrir leikinn.

Það er s.s. ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að eigandi Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, er framan á leikskránni. Og það er engin smá mynd eins og sjá má hér að neðan. Tælendingurinn er bókstaflega í aðalhlutverki.

Leikur Leicester og Porto hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Tengdar fréttir

Man. Utd kláraði Leicester í fyrri hálfleik

Manchester United vann loksins deildarleik þegar liðið tók á móti Englandsmeisturum Leicester á Old Trafford. Leikurinn fór 4-1 og var staðan 4-0 í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×