Trump ánægður með frammistöðuna í kappræðunum: Vildi ekki gera Clinton vandræðalega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 08:42 Trump í kappræðunum á mánudaginn. vísir/getty Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16
Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30