Markasúpa í jafntefli Celtic og City | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2016 20:30 David Silva í baráttunni í Skotlandi. vísir/getty Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira
Celtic og Manchester City gerðu jafntefli, 3-3, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld í alveg frábærum leik þar sem Celtic komst þrisvar sinnum yfir en City jafnaði í þrígang. Moussa Dembélé hefur farið á kostum með Celtic eftir komu sína frá Fulham í sumar en hann kom skosku meisturunum yfir strax á þriðju mínútu. Dembélé er aðeins tvítugur en hann spilaði í þrjú ár með Fulham og skoraði fimmtán mörk í 56 leikjum eftir komu sína úr unglingaliðum Paris Saint-Germain. Skotarnir voru yfir í níu mínútur eða þar til Fernandinho jafnaði metin eftir stungusendingu inn fyrir vörnina. Aðeins átta mínútum síðar varð Raheem Sterling fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Celtic aftur komið yfir, 2-1. Sterling bætti upp fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin öðru sinni fyrir toppliðið á Englandi, 2-2. Sterling fékk sendingu inn fyrir vörnina, fíflaði Craig Gordon í markinu og renndi boltanum í netið. Staðan 2-2 í hálfleik. Það tók Celtic aðeins 72 sekúndur að komast yfir eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á. Þar var að verki Moussa Dembélé með sitt annað mark í leiknum, en eins og alltaf jafnaði Manchester City metin. Að þessu sinni var það Nolito sem skoraði eftir að Craig Gordon varði skot beint út í teiginn. Staðan 3-3 en þriðja jöfnunarmark City kom átta mínútum eftir að Celtic náði forystunni í þriðja sinn. Lokatölur urðu 3-3. Manchester City er með fjögur stig í öðru sæti riðilsins á eftir Barcelona sem er með sex stig en Celtic er með eitt stig. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.Moussa Dembele kemur Celtic í 1-0: Fernandinho jafnar fyrir City 1-1: Raheem Sterling skorar sjálfsmark, 2-1: Raheem Sterling skorar í rétt mark 2-2: Moussa Dembélé kemur Celtic í 3-2: Nolito jafnar í 3-3 fyrir Man. City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira