Pavel vill vera leikstjórnandi: Vil fá boltann og láta til mín taka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2016 07:00 Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur fengið góðan tíma í sumar til að hvíla sig fyrir átökin sem eru fram undan í Domino’s-deild karla. Hann hefur lítið æft í sumar vegna meiðsla og missti af þeim sökum af öllum leikjum Íslands í undankeppni EM í körfubolta, þar sem Ísland tryggði sér þátttökurétt í sinni annarri lokakeppni í röð. Fréttablaðið ræddi við Pavel í gær og sagði hann að sér liði vel eftir sumarið og hefði náð að vinna á mörgum kvillum sem hafi hrjáð hann síðustu misseri. Pavel hefur verið lykilmaður í liði KR sem hefur orðið Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þá hafi hann ávallt sett lið sitt í forgrunn en nú fer hann inn í nýtt tímabil með aðrar áherslur. „Ég finn fyrir mikilli persónulegri þörf til að standa mig og skara fram úr á nýjan leik,“ sagði Pavel sem segir að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur af árangri KR, sem hafi vissulega verið góður. „Ég finn fyrir persónulegri áskorun þetta tímabilið. Það er eitthvað sem kviknaði í mér í sumar. Kannski var það vegna þess að ég fékk tíma til að staldra við og skoða þetta utan frá. Það kviknaði í mér blossi að byrja að skara fram úr aftur.“Vill vera leikstjórnandi Áhuginn er enn til staðar hjá Pavel sem hlakkar til að hefja nýtt tímabil. Hjá KR hefst það gegn Tindastóli á föstudag í næstu viku. „Ég hlakka til að komast aftur af stað og sýna mitt rétta andlit,“ segir hann. Pavel var á síðasta tímabili ýmist notaður sem leikstjórnandi eða kraftframherji. Hann vill einbeita sér að leikstjórnandastöðunni í vetur. „Ég vil fá boltann og láta þannig til mín taka. KR hefur verið með þannig lið síðustu árin að það hefur ekki þurft að fara mikið fyrir mér. Ég hef verið meira í því að stýra liðinu, sem ég mun gera áfram. En ég vil taka enn meiri ábyrgð í leikjum liðsins, líkt og var tilfellið fyrir nokkrum árum.“Leysa vandamálin í klefanum Jón Arnór Stefánsson mun spila með KR í vetur en þeir Pavel eru góðir vinir, innan vallar sem utan. „Þetta snýst líka að miklu leyti um félagsskapinn og það er frábært að fá hann inn í liðið. Ég er búinn að merkja honum pláss við hliðina á mér í búningsklefanum og þar munum við leysa öll helstu vandamálin, eins og við höfum svo oft áður gert.“ Þrátt fyrir þennan góða liðsstyrk hafa KR-ingar misst lykilmenn úr sínum röðum og er ekki jafn mikil breidd í leikmannahópnum og síðustu ár. Það óttast Pavel ekki. „KR er ekki lengur talið besta liðið fyrirfram. KR er enn með sterkt lið en það er ekki sú ára yfir liðinu að það megi helst ekki tapa leik. Það er flott áskorun fyrir þann kjarna leikmanna sem hefur verið í liðinu síðustu ár. Við þurfum að sýna að við getum þetta enn þá.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira