Fagnar stórafmæli á afrétti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 10:15 Skúli Gunnar hefur lengst af átt heima í borginni, þó sveitin heilli hann æ meira. Vísir/GVA „Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
„Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég spái ekki mikið í hann. Þetta er bara eins og það er,“ segir Skúli Gunnar Sigfússon, stundum nefndur Subwaykóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt fimmtugsafmælið bresti á á morgun. Hann er staddur á Reynivöllum í Suðursveit þegar ég slæ á þráðinn til hans, þar á hann jörð ásamt frænda sínum og fjögur hús sem áður voru orlofshús Eimskipafélags Íslands. Nú er verið að dytta að þeim. Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit, var þar oft á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum verið þar í réttum og rifjað upp kynnin við sveitungana. Nú er hann hins vegar á leið í lengri smalamennsku því í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu bíður víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasambandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst í för með vini mínum, Pálmari, sem var í sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann. Með því að stofna Subway á Íslandi veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu í hruninu því hann skuldaði svo lítið. Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er meðal annars bakhjarl Subway og Hamborgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörnuna, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvolsvelli og svo er ég með í verkefni tengdu Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í Hafnarstræti 17-19 sem Icelandair Hotels munu reka,“ lýsir hann. Skúli Gunnar titlar sig samt bónda í símaskránni enda er hann sestur að austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera með fasta skrifstofu í bænum, heldur hafa gott fólk sem sjái um daglegan rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og tölvur, er búinn að svara svona sjö símtölum í morgun,“ segir hann léttur þegar klukkan er 10.30. Hvort hann verður í sambandi á afréttinum er vafasamt en það veldur honum ekki áhyggjum. Hver veit nema hann breyti titlinum í símaskránni í „smala“ eftir helgi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira