Ruglaðist á mömmu og systur hennar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2016 09:15 Mikael Aron, klár á körfuboltaæfinguna hjá KR. Vísir/GVA „Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira